Gazisehir Gaziantep FK er komið upp í úrvalsdeildina í Tyrkland en Theodór Elmar Bjarnason leikur með liðinu.
Hann gekk í raðir félagsins á síðasta ári og hefur stimpla sig vel inn.
Elmar lék allan leikinn gegn Hatayspor en leiknum lauk með 1-1 jafntefli, Elmar lagði upp mark liðsins.
Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Gazisehir hafði betur og er liðið komið upp í úrvalsdeildna.