Romelu Lukaku framherji Manchester United, hefur fengið þau skilaboð að hann geti fundið sér nýtt félag í sumar. Þetta segja ensk blöð í dag.
Sagt er að Lukaku sé ekkert sérstaklega í plönum Ole Gunnar Solskjær, til framtíðar hjá United.
Búist er við talverðum breytingum hjá United í sumar en ekkert hefur gerst hingað til.
Lukaku var að klára sitt annað tímabil með United, hann kostaði félagið 75 milljónir punda er hann kom frá Everton.
Inter hefur mikinn áhuga á Lukaku en Antonio Conte er að taka við félaginu, einnig er hann orðaður við Juventus.