Loris Karius markvörður Liverpool ætlar sér ekki að mæta á úrslitaleik Meistaradeildarinnar um helgina, þrátt fyrir boð félagsins.
Karius er í láni hjá Besiktas í Tyrklandi en þangað fór hann fyrir tæpu ári síðan, eftir skelfileg mistök í úrslitum Meistaradeildarinnar.
Karius var nefnilega skúrkur Liverpool í úrslitaleiknum gegn Real Madrid, fyrir ári síðan. Nú er andstæðingurinn, Tottenham.
Liverpool bauð öllum leikmönnum félagsins sem eru á láni að mæta á leikinn, Karius hafnaði boðinu.
Hann vill ekki draga að sér óþarfa athygli á meðan liðið er að spila, en ljóst er að mikil athygli hefði verið á honum. Eftir misttök síðasta árs.
Liverpool fékk Allisson Becker eftir mistök Karius, sem hefur reynst félaginu frábær ákvörðun.