Sagan endalausa um framtíð Sergio Ramos hjá Real Madrid hélt áfram í sumar en tók þó stuttan tíma.
Florentino Perez, forseti Real Madrid sagði frá því í fyrir nokkrum dögum að Ramos vildi fara. Hann hefði beðið um að fara frítt til Kína.
Fyrirliðinn hefur síðustu sumur farið í gegnum sama pakka, eitt sinn virtist hann vera að ganga í raðir Manchester United, en tókst að hækka laun sín í Madríd vel.
,,Ég vil ekki að stuðningsmennirnir efist um framtíð mína,“ sagði Ramos á fréttamannafundi sem hann boðaði til í dag, með klukkutíma fyrirvari.
,,Ég er Madridista og ég vil ljúka ferlinum hérna. Það hafa aldrei verið vandræði með forsetann, við erum eins og faðir og sonur.“
,,Ég vil hætta hérna, ég vil klára samning minn við Real Madrid.“
,,Það er alveg rétt að ég er með tilboð frá Kína, launin skipta mig ekki máli. Ég myndi spila frítt fyrir Real Madrid.“