Dave Evans, er harður stuðningsmaður Liverpool í enska fótboltanum. Hann á sér þann draum að lifa fram yfir laugardaginn, þegar lið hans spilar stærsta leik ársins í fótboltanum. Liverpool mætir þá Tottenham í úrslitum Meistaradeildarinnar, ástand Evans er slæmt og ekki er víst að hann lifi fram að leiknum.
Þrjár vikur eru síðan Evans var tjáð það af læknum, að hann ætti í mesta lagi tvær vikur eftir á lífi. Hann vonast til að lifa fram yfir leikinn.
Evans er að glíma við krabbamein, hann greindist með það skömmu eftir að hann fluttist til Nýja Sjálands í desember. Síðan þá hefur baráttan verið hörð.
Eiginkona Evans og vinir höfðu safnað 1,5 milljón til að Evans kæmist á úrslitaleikinn. Heilsa hans leyfir það ekki, þeir fjármunir fara í að borga fyrir útför hans.
Saga Evans hefur hreyft við mörgum stuðningsmönnum Liverpool og hafa nokkrir frægir fyrrum leikmenn félagsins, sent honum skilaboð. Þar á meðal eru Jamie Carragher og Jamie Redknapp.
,,Það var mánuði eftir að við fluttum hingað, þar sem Dave fékk í magann. Hann fór í rannsóknir og krabbameinið kom í ljós,“ sagði eiginkona hans.
,,Hann fór í tvígang í lyfjameðferð en líkami hans höndlaði það ekki. Fyrir þremur vikum fékk hann þær fréttir að hann ætti í mesta lagi tvær vikur eftir. Hann er mikið veikur, en á sér þann draum að sjá leikinn á laugardag.