fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Hjartnæm saga: Hans eini draumur er að lifa fram á laugardagskvöld

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. maí 2019 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dave Evans, er harður stuðningsmaður Liverpool í enska fótboltanum. Hann á sér þann draum að lifa fram yfir laugardaginn, þegar lið hans spilar stærsta leik ársins í fótboltanum. Liverpool mætir þá Tottenham í úrslitum Meistaradeildarinnar, ástand Evans er slæmt og ekki er víst að hann lifi fram að leiknum.

Þrjár vikur eru síðan Evans var tjáð það af læknum, að hann ætti í mesta lagi tvær vikur eftir á lífi. Hann vonast til að lifa fram yfir leikinn.

Evans er að glíma við krabbamein, hann greindist með það skömmu eftir að hann fluttist til Nýja Sjálands í desember. Síðan þá hefur baráttan verið hörð.

Eiginkona Evans og vinir höfðu safnað 1,5 milljón til að Evans kæmist á úrslitaleikinn. Heilsa hans leyfir það ekki, þeir fjármunir fara í að borga fyrir útför hans.

Saga Evans hefur hreyft við mörgum stuðningsmönnum Liverpool og hafa nokkrir frægir fyrrum leikmenn félagsins, sent honum skilaboð. Þar á meðal eru Jamie Carragher og Jamie Redknapp.

,,Það var mánuði eftir að við fluttum hingað, þar sem Dave fékk í magann. Hann fór í rannsóknir og krabbameinið kom í ljós,“ sagði eiginkona hans.

,,Hann fór í tvígang í lyfjameðferð en líkami hans höndlaði það ekki. Fyrir þremur vikum fékk hann þær fréttir að hann ætti í mesta lagi tvær vikur eftir. Hann er mikið veikur, en á sér þann draum að sjá leikinn á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum