Norwich City hefur fengið kantmanninn, Patrick Roberts á láni frá Manchester City. Samningurinn tekur gildi 1. júlí.
Áður en Manchester City lánaði Roberts framlengdi hann samning sinn við félagið ti 2022.
Roberts var að klára lánsdvöl hjá Girona en árið áður var hann á láni hjá Celtic.
Norwich verða nýliðar í ensku úrvalsdeildinni næsta haust en Roberts er fyrsti leikmaðurinn, sem liðið fær.
Roberts er 22 ára gamall en hann kom til Manchester City frá Fulham árið 2015.