fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Emery hótar því að losa sig við nokkra leikmenn Arsenal

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. maí 2019 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fór fram í gær en grannalið Arsenal og Chelsea áttust við í Baku. Fyrri hálfleikurinn í gær var engin frábær skemmtun og fengum við engin mörk.

Það fór allt af stað í seinni hálfleik og komst Chelsea yfir með laglegu skallamarki Olivier Giroud. Stuttu seinna var staðan orðin 2-0 fyrir þeim bláu en Pedro skoraði þá laglegt mark eftir skyndisókn. Eden Hazard skoraði svo þriðja mark Chelsea ekki löngu síðar úr vítaspyrnu og útlitið svart fyrir Arsenal. Alex Iwobi lagaði stöðuna fyrir Arsenal með frábæru marki áður en Hazard bætti við sínu öðru og gulltryggði Chelsea 4-1 sigur.

Arsenal mun því leika í Evrópudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa hafnað í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar.

Unai Emery, stjóri Arsenal var ósáttur eftir leik og ætlar að losa sig við nokkra leikmenn. ,,Við ætlum að halda áfram að bæta okkur og það með ungum leikmönnum sem hafa komið,“ sagði Emery.

,,Kannski þurfa nokkrir leikmenn að fara, þetta er ekki augnablikið að ræða það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum