fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Eiður Smári hefði viljað sjá þennan mann fá meiri virðingu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. maí 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fór fram í gær en grannalið Arsenal og Chelsea áttust við í Baku. Fyrri hálfleikurinn í gær var engin frábær skemmtun og fengum við engin mörk.

Það fór allt af stað í seinni hálfleik og komst Chelsea yfir með laglegu skallamarki Olivier Giroud. Stuttu seinna var staðan orðin 2-0 fyrir þeim bláu en Pedro skoraði þá laglegt mark eftir skyndisókn. Eden Hazard skoraði svo þriðja mark Chelsea ekki löngu síðar úr vítaspyrnu og útlitið svart fyrir Arsenal. Alex Iwobi lagaði stöðuna fyrir Arsenal með frábæru marki áður en Hazard bætti við sínu öðru og gulltryggði Chelsea 4-1 sigur.

Arsenal mun því leika í Evrópudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa hafnað í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar.

Eiður Smári Guðjohnsen, var sérfræðingur BT Sport á leiknum ásamt Cesc Fabregas, báðir léku með Chelsea en Fabregas var einnig leikmaður Arsenal. Það vakti athygli í gær að Gary Cahill, fyrirliði Chelsea var að kveðja félagið, en fékk ekki að spila síðustu mínúturnar.

,,Hann hefur þjónað félaginu frábærlega, það hefði verið fallegt að gefa honum fimm mínútur. Láta hann fá armbandið, ég saknaði þessi,“ sagði Fabregas.

Eiður Smári tók í sama streng. ,,Ég er ekki viss um að það hafi komið upp í huga Maurizio Sarri. Hann er svo einbeittur sem þjálfari, fólkið í kringum hann hefði átt að láta vita, gefa honum þá virðingu sem hann á skilið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum