Leikmenn Newcastle á Englandi voru bálreiðir í kvöld er liðið mætti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Staðan var 2-1 fyrir Liverpool í hálfleik en eina mark Newcastle í fyrri hálfleik skoraði Christian Atsu.
Stuttu áður en Atsu skoraði hafði Trent-Alexander Arnold varið boltann með hendinni á marklínu Liverpool.
Boltinn hrökk hins vegar strax til Atsu sem skoraði en það voru þó ekki allir sáttir með að bakvörðurinn hafi sloppið með rautt spjald.
,,Það skiptir engu máli að við skoruðum. Þetta er rautt spjald. Hann á að vera farinn útaf,“ sögðu leikmenn Newcastle við Geoff Shreeves, blaðamann Sky Sports.
Liverpool vann svo að lokum 3-2 sigur og tryggði sér toppsætið á ný. Atvikið sjálft má sjá hér fyrir neðan.
Trent Alexander-Arnold
No Red Card for playing BasketballSon gets Red Card for pushing after being punched
English Referees are the dumbest in Europe
Roll on VAR#NEWLIV pic.twitter.com/XMPJk5ELko
— Adan ??????????? (@Adan21340291) 4 May 2019