Manchester United fékk Chelsea í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í gær Fyrri hálfleikurinn í gær var ansi fjörugur en United komst yfir með marki frá Juan Mata sem skoraði gegn sínum fyrrum félögum.
Chelsea jafnaði svo metin fyrir lok fyrri hálfleiks er Marcos Alonso potaði knettinum í netið.
Antonio Rudiger átti skot af löngu færi sem David de Gea réð ekki við í markinu og náði Alonso frákastinu. Seinni hálfleikur var alls engin skemmtun og voru færin af skornum skammti. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli á Old Trafford.
Það vakti athygli hvernig Anthony Martial hagaði sér í upphitun, hann hreyfði sig lítið sem ekkert. Hann horfði bara á.
Hann var svo ónotaður varamaður í leiknum, kannski að Solskjær hafi séð áhugaleysi hans í upphitun.
Anthony Martial really putting a shift in during Man United’s warm-up yesterday… #MUFC #MUNCHE pic.twitter.com/YnS4JLsiPx
— 888sport (@888sport) April 29, 2019