fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Guðjón fer yfir ótrúlega sólahringa: ,,Komið erfitt hljóð í konuna og börnin“

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. apríl 2019 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson gerði samning við lið Breiðablik í dag en hann gerði þriggja ára samning við félagið.

Guðjón var á óskalista bæði Breiðabliks og Vals eftir að hafa rift samningi sínum við KA á Akureyri.

Það er stutt í að Pepsi-Max deildin fari af stað á ný og er Guðjón ánægður með þessa lendingu en hann vildi komast burt frá KA vegna fjölskyldunnar.

,,Ég er ánægður með þessa lendingu og þakklátur Blikunum fyrir að hafa trú á mér og taka við mér svona stuttu fyrir mót,“ sagði Guðjón.

,,Þetta er að stærstum hluta vegna fjölskylduástæðna, ég hef verið einn fyrir norðan að hálfum fæti frá nóvember en fullu frá janúar, fjölskyldan hefur reynt að fá pláss á leikskóla og ég hef verið einn og fjölskyldan var orðin þreytt á að bíða eftir að komast norður.“

,,Það var komið erfitt hljóð í konuna og krakkana, ég bað um það að fá að slíta samstarfinu og KA má eiga það að þeir komu vel fram við mig og það er frábært að komast hingað.“

,,Það eru algerir toppmenn þarna fyrir norðan og það er gott að vera þarna og vonandi get ég komið seinna.“

,,Fyrst og síðast var þetta eitthvað gut feeling, báðir kostirnir voru mjög góðir og ég tók langan tíma í að ákveða þetta.“

,,Síðasti einn og hálfur sólahringur hefur farið í þetta. Ég tók þessa ákvörðun út frá nokkrum hlutum, það eru spennandi tímar hérna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun