fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433

Solskjær fer yfir samskipti sín og Ferguson: Hann er að eldast og ég get ekki truflað hann

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær hefur byrjað frábærlega í starfi hjá Manchester United og unnið alla átta leikina sína. Solskjær fékk starfið aðeins tímabundið.

Núna er byrjað að ræða það að Solskjær fái starfið til framtíðar en annars snýr hann aftur til Molde í sumar.

,,Ég sendi Ferguson skilaboð eftir símtalið og hann sagði mér að taka starfið,“ sagði Solskjær um samskipti sín við Ferguson.

,,Hann taldi mig kláran í starfið, við höfum haldið sambandi eftir að ég fór til Cardiff og Molde. Hann hefur fylgst með framgöngu minni, það var því eðlilegt að hafa samband við hann. Hann kom og hitti okkur eftir að við tókum við, spjallaði við mig og starfsliðið. Það var frábært fyrir okkur, hann veit allt um fótbolta.“

,,Hann er að eldast og ég get því ekki verið að trufla hann í hverri viku, ég get ekki angrað hann það mikið.“

,,Ég sé hann eftir alla leiki á Old Trafford, ég fer og hitti hann í bakherbergi. Það er gaman að hitta á hann, Cathy (Eiginkona Ferguson) og alla vini hans.“

Eins og fram hefur komið hefur Solskjær unnið alla átta leikina sína í starfi.

,,Ég reyndi að skilja hvað þyrfti að gera, það var ekki hægt að hafna þessu. Þetta er frábær áskorun og þetta er félagið sem er næst hjarta mínu. Félagið taldi mig geta hjálpað.“

,,Ég talaði við Molde sem gaf blessun sína á að ég tæki þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Í gær

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Í gær

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi