fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
433Sport

Sagður fá 375 þúsund evrur á mánuði fyrir að þakka stuðningsmönnum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í vikunni að Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, væri með undarlega klásúlu í sínum samningi.

Franskir miðlar sögðu frá því að Neymar fengi vel greitt fyrir það eina að klappa fyrir stuðningsmönnum eftir leiki.

Neymar hefur nú sjálfur svarað fyrir þessar sögusagnir en hann birti færslu á Instagram og skrifar ‘fake news’.

Samkvæmt fregnunum fær Neymar allt að 375 þúsund evrur aukalega á mánuði fyrir að þakka fyrir sig eftir leiki.

Aðrir leikmenn eru þá einnig nefndir en fyrirliðinn Thiago Silva er sagður fá 33 þúsund evrur fyrir að gera það sama.

PSG hefur staðfest að leikmenn fái aukalega borgað fyrir það að haga sér vel en þvertekur þó fyrir það að það sé aðeins fyrir að klappa fyrir stuðningsmönnum sem mæta til leiks.

Leikmenn fá því bónusa fyrir að haga sér vel í hverjum mánuði en smáatriðin eru ekki gefin upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“