Emil Hallfreðsson, leikmaður Frosinone á Ítalíu, fór meiddur af velli í dag er liðið mætti Bologna.
Emil var í byrjunarliði Frosinone í leiknum en entist í aðeins 11 mínútur í markalausu jafntefli.
Það gæti reynst mikið áfall fyrir íslenska landsliðið sem á leiki gegn Sviss og Belgíu í næsta mánuði.
Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Emils eru en hann er ekki eini Íslendingurinn sem meiddist í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson fór einnig meiddur af velli í dag er Burnley mætti Fulham í ensku úrvalsdeildinni.