Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki spilað með liði Nantes undanfarna mánuði þrátt fyrir að vera heill heilsu.
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, segir að Kolbeinn sé að leita sér að nýju liði en Nantes telur sig ekki hafa not fyrir hann.
Kolbeinn er í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni og er í góðu formi þrátt fyrir fáar mínútur undanfarin ár.
,,Kolbeinn er heill heilsu og hefur verið það í nokkurn tíma og er í góðu formi,“ sagði Freyr.
,,Hann er hins vegar í vandræðum hjá klúbbnum og er á sölulista. Hann fær ekki að spila á meðan.“
,,Þeir eru að reyna að losa sig við hann og hann er að vinna í sínum málum varðandi það en heilsa hans er góð.“
,,Við vonum að hann fari að spila sem fyrst og ef það þarf að selja hann til þess þá er það besti kosturinn.“
,,Ég skil ekki hvernig Nantes getur ekki notað eins góðan leikmann og Kolbein Sigþórsson en það er ekki mitt að meta það.“