fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Kærustur Gylfa og Harðar bjartsýnar fyrir leikinn: „Ég held að Gylfi skori í dag“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. júní 2018 12:05

Alexandra á HM í Rússlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarleg stemming er í Volgograd enda styttist óðum í leik Íslands og Nígeríu, líklega einn mikilvægasta leik sem íslenska liðið hefur spilað (reyndar er búið að segja þetta um flesta leiki sem Ísland hefur spilað síðustu 4 ár og því algjörlega óþarfi að breyta útaf hefðinni).

Blaðamaður 433.is rölti um borgina og rakst þar á Móeiði Lárusdóttur og Alexöndru Ívarsdóttur sem voru í hátíðarskapi. Móeiður er kærasta Harðar Björgvins Magnússonar sem nýlega skrifaði undir samning við stórliðið CSKA Moskvu. Framundan eru því búferlaflutningar til rússnesku höfuðborgarinnar og Móeiður sagðist hafa verið efins í fyrstu. „Mér líst mun betur á að flytja til Rússlands núna eftir að hafa heimsótt staðinn. Moskva kom mér á óvart og ég held að ég sé bara orðin spennt ,“ sagði Móeiður kát. Aðspurð hvort að eitthvað eitt hafi heillað hana við borgina sagði hún: „Það var örugglega Rooftop-barinn sem við fórum á,“ sagði Móeiður og hló.

Alexandra, sem er kærasta Gylfa Sigurðssonar, tók undir orð Móeiðar um Moskvu: „Hún kom mjög á óvart, virkilega falleg borg,“ sagði Alexandra.

Spurðar um tilfinningar sínar fyrir leiknum þá voru þær báðar sammála um að sigur blasti við. „Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir leiknum. Andinn í hópnum er góður Ég held að við vinnum 2-0 og já, ég held að Gylfi skori,“ sagði Alexandra. Móeiður tók undir þetta: „Við erum sigurstranglegra liðið, ég held að þetta fari 2-0.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tíu bestu í Bestu í upphafi tímabils

Tíu bestu í Bestu í upphafi tímabils
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“