fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433

Óli Kristjáns: Ég er mjög ósáttur með Pétur

Victor Pálsson
Mánudaginn 4. júní 2018 21:41

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var fúll með það að nota ekki tækifæri kvöldsins á að komast á toppinn í Pepsi-deild karla.

FH gerði 2-2 jafntefli við botnlið Keflavíkur en FH lenti tvisvar undir í leiknum en svaraði í bæði skiptin.

,,Ég er hundfúll með það,“ sagði Óli um að FH hafi ekki nýtt tækifærið í annað skiptið að komast á topp deildarinnar.

,,Það var góður möguleiki, heimavöllur og við höfum spilað ágætlega en það er þreytt að nýta ekki færin og svo gefum við þeim mörk.“

,,Það er bara þannig í fótbolta að þú er dæmdur á úrslitunum og nú eru úrslitin hjá okkur ekki nógu góð. Við getum ekki skýlt okkur á bakvið spilamennsku.“

Keflavík skoraði fyrra mark sitt er Eddi Gomes lá í grasinu og var Óli óánægður með að dómari leiksins hafi ekki stöðvað lleikinn.

,,Ef ég byrja á að taka það þá fer Einar Orri klárlega í höfuðið á Eddi Gomes og hann liggur eftir.“

,,Það hefur verið stöðvað leiki hægri, vinstri útaf hinum og þessum höfuðmeiðslum og alls konar meiðslum. Það sem við klikkum á að gera er að halda ekki fókus.“

,,Ég er mjög ósáttur með að Pétur hafi ekki stöðvað leikinn þegar Gomes liggur. Það var farið í höfuðið á honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi