fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
433

Íslenskir ráðamenn ætla að sniðganga HM í Rússlandi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. mars 2018 18:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir ráðamenn ætla sér að sniðganga HM í Rússlandi en þetta var tilkynnt í dag.

Rússneskir sendiráðsstarfsmenn verða hins vegar áfram á Íslandi en þeir hafa verið reknir úr landi víða.

Þetta er aðgerðaráætlun vestrænna ríkja vegna taugaárásarinnar í enska bænum Salusbury sem átti sér stað í byrjun mánaðarins.

Þá verður öllu fundum með rússneskum ráðamönnum frestað í óákveðin tíma og því munu ráðamenn ekki fara til Rússlands.

Fréttatilkyninngu frá utanríkisráðuneytinu má sjá hér fyrir neðan.

„Rík­is­stjórn Íslands hef­ur ákveðið taka þátt í sam­stillt­um aðgerðum vest­rænna ríkja vegna efna­vopna­árás­ar í enska bæn­um Sal­isbury í upp­hafi mánaðar­ins. Árás­in er al­var­legt brot á alþjóðalög­um og ógn­un við ör­yggi og frið í Evr­ópu. Efna­vopn­um hef­ur ekki verið beitt í álf­unni frá lok­um síðari heims­styrj­ald­ar. Viðbrögð rúss­neskra stjórn­valda við árás­inni hafa hingað til verið ótraust­vekj­andi og yf­ir­lýs­ing­ar þeirra ótrú­verðugar.

Frændþjóðir okk­ar á Norður­lönd­um, mörg sam­starfs­ríki Íslands í Atlants­hafs­banda­lag­inu, og helstu aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins hafa ákveðið að grípa til aðgerða gagn­vart rúss­nesk­um stjórn­völd­um. Í flest­um til­vik­um vísa þessi ríki rúss­nesk­um stjórn­ar­er­ind­rek­um úr landi. Af hálfu Íslands fel­ast aðgerðirn­ar í því að öll­um tví­hliða fund­um með rúss­nesk­um ráðamönn­um og hátt­sett­um emb­ætt­is­mönn­um verður frestað um óákveðinn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að ís­lensk­ir ráðamenn munu ekki sækja heims­meist­ara­mótið í Rússlandi á kom­andi sumri.

Eft­ir að hafa borið ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar und­ir ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is kallaði ut­an­rík­is­ráðherra sendi­herra Rúss­lands á sinn fund nú síðdeg­is og greindi hon­um frá ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tuchel vill taka við Manchester United

Tuchel vill taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forráðamenn Ajax hefja samtalið við Potter

Forráðamenn Ajax hefja samtalið við Potter
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Albert svarar spurningum um sjálfan sig – „Það gerir mig feitan en hann er góður“

Albert svarar spurningum um sjálfan sig – „Það gerir mig feitan en hann er góður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir
433Sport
Í gær

Fer endanlega frá Chelsea í sumar

Fer endanlega frá Chelsea í sumar
433Sport
Í gær

Barcelona gæti ráðið Enrique á ný

Barcelona gæti ráðið Enrique á ný