fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433

Yfirlýsing ÍSÍ: Ofbeldi verður ekki liðið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttasamband Íslands hefur gefið út yfirlýsingu í tengslum við frásagnir af ofbeldi í íþróttahreyfingunni og þakkar þeim einstaklingum sem þar hafa komið fram með frásagnir sínar fyrir frumkvæðið og hugrekkið sem þeir hafa sýnt.

Fjöldi kvenna úr íþróttaheiminum steig fram í gær með sögu sína og sagði frá ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir í leik og starfi.

Sögurnar hafa vakið mikla athygi og dregið upp svarta mynd af því sem hefur verið í gangi. Byltingin er undir merkjum Metoo.

Meira:
Íslenskar íþróttakonur stíga fram – Var nauðgað af þjálfara sínum

Yfirlýsing ÍSÍ:
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) harmar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi.

Umræðan sem fram hefur farið um allan heim undir merkinu #metoo hefur beint athyglinni að víðfeðmu ofbeldi gagnvart konum um allan heim og þá oft í krafti valds eða stöðu þess sem því beitir.
ÍSÍ fagnar þeirri umræðu sem fylgt hefur #metoo herferðinni og þakkar þeim einstaklingum sem þar hafa komið fram með frásagnir sínar fyrir frumkvæðið og hugrekkið sem þeir hafa sýnt, með því að skýra frá þessum alvarlegu málum og vekja upp nauðsynlega umræðu um vandann. ÍSÍ er nú að leita leiða til að tryggja þeim sem orðið hafa fyrir alvarlegu ofbeldi í tengslum við íþróttastarf faglega aðstoð.
Það er og hefur verið markmið íþróttahreyfingarinnar að tryggja öryggi, jafnrétti og jafnræði þeirra sem iðka og starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þau skilaboð sem fram hafa komið með frásögnum íslenskra kvenna um ofbeldi innan hreyfingarinnar á Íslandi hafa sýnt að ástæða er til að gera betur.
Íþróttahreyfingin mun ekki sitja aðgerðarlaus hjá varðandi þann vanda sem birst hefur gegnum #metoo herferðina og er þegar hafin vinna við að móta aðgerðir sem gagnast geta hreyfingunni í baráttunni gegn ofbeldi. Skilaboðin eru einföld: Ofbeldi verður ekki liðið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433
Fyrir 9 klukkutímum

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher urðar yfir tvo leikmenn United eftir hegðun þeirra í gær – „Haldið kjafti og farið inn“

Carragher urðar yfir tvo leikmenn United eftir hegðun þeirra í gær – „Haldið kjafti og farið inn“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Unnustan trompast og les yfir fólki – Segir ástmann sinn bæði góðan í rúminu og moldríkan

Unnustan trompast og les yfir fólki – Segir ástmann sinn bæði góðan í rúminu og moldríkan