Dúett dauðans

Tvinnuðu saman kynlíf og morð – Fórnarlömbin voru aldraðar konur

Cathy innsiglaði örlög fyrrverandi ástkonu sinnar.
Slapp við lífstíðardóm Cathy innsiglaði örlög fyrrverandi ástkonu sinnar.

Á Alpine Manor, dvalarheimili aldraðra í Walker í Michigan í Bandaríkjunum, unnu fyrr meir tvær vafasamar kvensniftir; Gwendolyn Graham og Catherine Wood.

Hjúkrunarkonurnar voru ekki aðeins vinnufélagar heldur einnig ástkonur og áttu það sameiginlegt að tilhugsunin um morð veitti þeim hvað mesta kynferðislega örvun.

Í upphafi var þetta sem leikur og þær ætluðu að velja fórnarlömb sín út frá nöfnum þeirra; fangamörk þeirra áttu að mynda orðið „Murder“, morð. Með því hugðust þær skensa lögregluna.

Gwen

Áður en lengra er haldið er vert að huga aðeins að fortíð Gwen og Cathy. Gwen fæddist í Kaliforníu en ólst upp í Texas. Hum mun hafa verið rólyndisbarn en nánast ávallt dapurleikinn uppmálaður.

Síðar útskýrði Gwen depurð sína með frásögnum af föður sínum sem að hennar sögn veitti henni helst til mikla kynferðislega athygli – sannleiksgildi þeirrar skýringar fékkst aldrei staðfest.

Gwen flutti til Michigan árið 1996 og hún fékk starf á Alpine Manor.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.