fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Íslensku tónlistarverðlaunin: Pálmi í StopWaitGo segir viðhorfið forneskjulegt

„Undarlegt skilyrði að lag þurfi að vera partur af plötu til að þeir sem framleiði það geti hlotið tilnefningu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. febrúar 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálmi Ragnar Ásgeirsson, upptökustjóri og einn af forsprökkum StopWaitGo, segir fyrirkomulag Íslensku tónlistarverðlaunanna vera forneskjulegt. Pálmi bendir á að úr smiðju StopWaitGo hafi komið mörg af vinsælustu lögum síðasta árs. Því finnst honum að hópurinn hefði átt að fá tilnefningu.

„Með mörg af vinsælustu íslensku lögum síðasta árs (Lítil skref, Í síðasta skipti, No More, Party, Skál fyrir þér, Rauða Nótt, Í hjarta mér ofl) úr búðum okkar strákana finnst mér einkennilegt að fá ekki tilnefningu sem „upptökustjóri ársins“ á Íslensku tónlistarverðlaununum,“ segir Pálmi í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld.

Pálmi furðar sig á því hvers vegna það sé enn skilyrði að lag þurfi að vera partur af plötu, til þess að höfundur þess fái tilnefningu.

„Á tímum þar sem plötur seljast í stykkjatali þykir mér það heldur undarlegt skilyrði að lag þurfi að vera partur af plötu til að þeir sem framleiði það geti hlotið tilnefningu,“ segir Pálmi og bætir við að þrátt fyrir að hann gagnrýni hvernig staðið sé að málunum eigi þeir listamenn sem séu tilnefndir það fyllilega skilið.

Nokkrir íslenskir tónlistarmenn hafa gagnrýnt tilnefningar Íslensku tónlistarverðlaunanna í dag. Fyrr í dag greindi DV frá því að Halldór Halldórsson, einnig þekktur sem Dóri DNA, hefði kallað verðlaunin „Íslensku rottuverðlaunin,“ þar sem hann sagði að íslenskir rapparar væru sniðgengnir.

Sjá einnig: Dóri DNA ósáttur: „Íslensku tónlistarverðlaunin eru íslensku rottuverðlaunin

Þá hefur Logi Pedro Stefánsson, tónlistarmaður og meðlimur Retro Stefson, einnig tjá sig um málið. Logi segir í færslu sem hann birti á Facebook að ekki væri gert ráð fyrir elektróník eða rappi.

„Leiðinlegt að sjá hvað rappmúsík og elektróník er sniðgengin á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár,“ segir Logi.

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/is_IS/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

Með mörg af vinsælustu íslensku lögum síðasta árs (Lítil skref, Í síðasta skipti, No More, Party, Skál fyrir þér, Rauða…

Posted by Pálmi Ragnar Ásgeirsson on 5. febrúar 2016

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/is_IS/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

Leiðinlegt að sjá hvað rappmúsík og elektróník er sniðgengin á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Einungis tvær rappgr…

Posted by Logi Pedro Stefánsson on 5. febrúar 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað