fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Matur

Högg fyrir lágkolvetnakúrinn: Kolvetni geta bjargað lífum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 10:30

Kolvetni eru ekki óvinurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aukin neysla á trefjum, til að mynda sem finnst í kornmeti, pasta, brauði og hnetum, er talin draga úr líkum á hjartasjúkdómum og auki lífslíkur fólks. Þetta kemur fram í viðamikilli, nýrri rannsókn sem gerð var fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina.

Höfundar skýrslu um rannsóknina segja þetta mikil gleðitíðindi en að niðurstöður passi að sama skapi ekki við þá tískukúra sem nú tröllríða heiminum, eins og ketó-mataræðið og lágkolvetnakúrinn, þar sem fólk forðast kolvetni í öllum sínum myndum.

Jim Mann, prófessor frá Nýja-Sjálandi, leiddi rannsóknina en í henni er stuðst við gögn víðsvegar um heiminn. Jim segir í samtali við Guardian að rannsóknin skipti töluverðu máli þegar rætt er um mataræði.

„Hér erum við með sterka sönnun að trefjaríkt mataræði, sem fyrir flesta inniheldur mikið af kolvetnum, hefur gríðarleg varnaráhrif – gott er fyrir þá sem þjást af sjúkdómum eins og sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini að vera á hákolvetna mataræði,“ segir hann.

Í rannsókninni kemur fram að þó kolvetni eins og sykur séu slæm fyrir líkamann séu önnur kolvetni, eins og heilkorna brauð og haframúslí, bráðholl og nauðsynleg manninum. Gott sé að lágkolvetnabylgjan hafi dregið úr sykurneyslu en hins vegar hefur það mataræði dregið úr neyslu á trefjaríkum kolvetnum. Jim segir þó að þessi rannsókn muni ekki enda hið svokallaða „kúrastríð“ því mörg fyrirtæki og einstaklingar eigi hagsmuna að gæta.

Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að mannskepnan ætti að borða að minnsta kosti 25 til 29 grömm af trefjum á dag. Er það gefið til kynna að rúmlega 30 grömm af trefjum á dag sé enn betra, en flestir neyta minna en 20 gramma á dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar