fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Nigella hefur þurft að berjast fyrir því að vera ekki fótósjoppuð: Þetta „fituhatur“ er „skaðlegt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 14:00

Nigella lætur yfirmenn sjónvarpsstöðvar heyra það.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnukokkurinn Nigella Lawson er þekkt fyrir mikla ástríðu í matargerð og hefur oft lent milli tannanna á fólki vegna holdafars síns. Nigella lætur hins vegar ekki vaða yfir sig og er stolt af líkama sínum, en hún fann sig knúna til að tjá sig um líkamsstaðla á Twitter um helgina.

„Ég hef þurft að segja bandarískum sjónvarpsstöðvum að laga ekki magann minn sem stendur út,“ skrifar Nigella og er harðorð í garð þeirra sem viðhalda staðalímyndum í fegurð.

„Þetta fituhatur og sú hugmynd að við séum öll þakklát fyrir að vera löguð til til að sýnast grennri er skaðlegt.“

Meginástæðan fyrir því að ég hata fótósjopp

Þetta tíst Nigellu hefur vakið mikla athygli á Twitter og hefur verið líkað við það hátt í tvö þúsund sinnum. Hún er að sjálfsögðu ekki fyrsta manneskjan sem tjáir sig um þessa áráttu að laga fólk í sviðsljósinu til, en tístið hennar er svar við tísti The Good Place-leikkonunnar Jameela Jamil.

Jameela hefur barist gegn fótósjoppi en nýlega birtist grein í tímariti þar sem því var haldið fram að sú barátta hennar væri í raun barátta til að gera fólk ljótara. Jameela svaraði fyrir sig og setti ofan í greinarhöfund á Twitter þar sem hún útskýrði að „meginástæðan fyrir því að ég hata fótósjopp er út af því að það er notað sem tól til að þurrka út þjóðerni, húðlit og sérkenni okkar.“

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Nigella styðji þessa baráttu Jameela, enda hefur hún oft talað um að fólk ætti að fagna líkama sínum og ekki tapa matargleðinni. Stuðningstístum hefur rignt yfir Nigellu á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa