Lífsstíll

Gjöf sem heldur áfram að gefa

Kynning
Kynningardeild DV
Laugardaginn 13. október 2018 08:00

Á gjofsemgefur.is eru yfir fjörutíu mismunandi gjafabréf en hvert þeirra lýsir verkþætti í verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar á Íslandi og á verkefnasvæðum erlendis.

Á gjafabréfasíðu Hjálparstarfs kirkjunnar, gjofsemgefur.is, finnur þú frumlega og skemmtilega gjöf fyrir vini og ættingja og um leið styrkir þú – og sá sem gjafabréfið fær – fjölskyldu sem býr við erfiðar aðstæður hvort sem er hér heima á Íslandi eða á verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar erlendis.

Þegar þú kaupir gjafabréf á gjofsemgefur.is byrjar þú á því að velja gjöf og skrifar svo kveðju á gjafabréfið til viðtakanda þess. Í næsta skrefi getur þú valið að fá gjafabréfið sent til þín með tölvupósti til að prenta út heima. En þú getur líka valið að fá það prentað á silkipappír á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar á Háaleitisbraut 66 í Reykjavík og að það verði sent beint til viðtakanda.

Unnið með fólki
„Hjálparstarf kirkjunnar hjálpar þar sem þörfin er mest og alltaf í samstarfi við fólkið sem aðstoðina fær og staðbundin hjálparsamtök á svæðunum þar sem við vinnum. Það fólk þekkir best vandann sem glímt er við og leiðir til að leysa hann. Okkar hugmyndum og lausnum er ekki þröngvað upp á fólk og þess vegna eru allar gjafirnar á gjofsemgefur.is eitthvað sem örugglega vantar og örugglega kemur að gagni,“ segir Kristín Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.

Kveðjurnar sem fólk skrifar á gjafabréfin eru margs konar. Þær eru hlýlegar, fyndnar, einlægar og jafnvel í vísuformi, allt eftir tilefninu, fólkinu sem gefur og fólkinu sem fær gjafabréfin. Nýleg kveðja hljóðar svona:
Kæra afmælisbarn!
Við vonum að þessi afmælisgjöf megi gleðja þig
jafnt sem þá sem hennar njóta.
Megi komandi ár verða þér gæfurík.

Hvert fer andvirði gjafabréfsins?
„Þegar fólk kaupir gjafabréf á gjofsemgefur.is ákveður það í hvað peningarnir fara en til þess að áhugi okkar verði ekki þörfinni yfirsterkari höfum við sett gjafirnar saman í flokka. Þannig er hægt að hafa nauðsynlegan sveigjanleika í stuðningi okkar við þá sem þurfa á hjálp okkar að halda,“ segir Kristín.

„Ef þú kaupir gjafabréfið Geit handa vini eða ættingja geturðu verið viss um að andvirði þess fer beint í húsdýra- og jarðræktarverkefni okkar. Þegar allir sem eiga að fá geit, samkvæmt áætlun verkefnisins, hafa fengið hana fer peningurinn næst í að kaupa verkfæri og fræ og svo framvegis. Eins ef þú kaupir Vatn fyrir 20 manns þá veistu að fyrir þína peninga verður fólki útvegað hreint vatn eða annað það sem stuðlar að betri heilsu þess. Við gröfum brunna og vatnsþrær og setjum upp vatnstanka. En þegar því er lokið samkvæmt áætlun hvers árs, fara peningarnir í fræðslu um mikilvægi hreinlætis og hvernig hægt er að koma í veg fyrir smitsjúkdóma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Kistufell, bifreiðaverkstæði með sögu

Kistufell, bifreiðaverkstæði með sögu
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Kynning: Hótel Laki – Glæsilegt lúxushótel

Kynning: Hótel Laki – Glæsilegt lúxushótel
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Cover Iceland svala- og handriðalausnir

Cover Iceland svala- og handriðalausnir
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

OneSystems: Íslenskt fyrirtæki sem þróar íslenskan hugbúnað: Hugbúnaðarlausnir fyrir stór og lítil fyrirtæki

OneSystems: Íslenskt fyrirtæki sem þróar íslenskan hugbúnað: Hugbúnaðarlausnir fyrir stór og lítil fyrirtæki
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Castello: Nýjar og gómsætar vörur á matseðli

Castello: Nýjar og gómsætar vörur á matseðli
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Cobra: Sokkabúðin sem elskar alla

Cobra: Sokkabúðin sem elskar alla