fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FréttirLeiðari

Bestu sendiherrarnir

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 5. júlí 2016 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartsýni og gleði hafa einkennt íslenskt samfélag allt frá því strákarnir okkar hófu sinn fyrsta leik á EM. Nú þegar þeir eru komnir heim eftir að hafa fallið úr keppni hefur ekki sljákkað á gleðinni. Hún er enn við völd enda veit þjóðin að hún á eitt besta knattspyrnulið í Evrópu.

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með jákvæðninni taka völdin í íslensku samfélagi. Við höfum stundum verið of þrasgjörn og úrill og það fer engum vel. Skyndilega, vegna árangurs íþróttaliðs, sameinuðumst við í bjartsýni og gleði. Meira að segja nettröllin alræmdu sem aldrei sofna á verðinum og velta sér glaðhlakkalega upp úr neikvæðninni lögðu niður vopn sín og urðu kát um stund. Ef við þekkjum þau rétt munu þau fyrr en seinna ótrauð taka upp fyrri iðju. Þeim líður best nöldrandi.

Gleðin og jákvæðnin bjuggu ekki bara um sig hér heima því stuðningsmenn landsliðsins í Frakklandi voru bestu sendiherrar sem hugsast getur. Í byrjun EM fréttist af fótboltabullum hinna ýmsu landa sem gengu berserksgang þannig að handtaka varð einhverjar þeirra og jafnvel senda úr landi. Engin þjóð þarf stuðning óeirðaseggja eins og þeirra. Stök prúðmennska, einlæg gleði og smitandi ástríða einkenndi íslensku stuðningsmennina. Hið volduga víkingaóp komst í heimspressuna, tákn óbilandi stuðnings og samstöðu

Já, það er margt lofsvert við íslensku stuðningsmennina en ekkert sem jafnast þó á við frammistöðu þeirra í lokaleiknum við Frakka. Fjölmargir landsmenn höfðu gert ráð fyrir góðri frammistöðu okkar manna og tölur í hálfleik voru því áfall. Þá hefði verið fjarska auðvelt fyrir stuðningsmennina að gefast upp og lækka verulega í sér. Það gerðu þeir ekki því þeir voru komnir til að fylgja liðinu alla leið, hvernig sem færi. Íslenska landsliðið stóð franska liðinu ekki jafnfætis en gafst heldur ekki upp og sýndi mikilvægan baráttukraft í seinni hálfleik. Samt var tapið stórt. Stuðningsmennirnir létu það ekki of mikið á sig fá. Þeir áttuðu sig á því að frammistaða Íslendinga í mótinu var söguleg. Löngu eftir að franskir stuðningsmenn voru farnir af velli héldu íslensku stuðningsmennirnir áfram að hylla lið sitt. Þetta var einstök stund sem vakti verðskuldaða athygli umheimsins.

Íslendingar eru stoltir af landsliði sínu, eins og þeir hafa margsýnt, nú síðast þegar tekið var á móti leikmönnum sem þjóðhetjum. Knattspyrnuáhugi landans er síst að dofna þótt EM muni ljúka án þátttöku Íslendinga. Samstaða þjóðarinnar frá því EM hófst hefur sannarlega verið skemmtileg tilbreyting frá því dægurþrasi sem einkennir samfélagið um of. EM hefur minnt okkur á mátt og mikilvægi samstöðunnar. Við ættum að halda í samstöðuna. Það er svo miklu skemmtilegra að tilheyra sameinaðri þjóð en sundraðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum