fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
FréttirLeiðari

Hindrun rutt úr vegi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. maí 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með frumvarpi fjármálaráðherra um meðferð aflandskrónueigna að fjárhæð 320 milljarða króna er tekið enn eitt risaskrefið við að hrinda í framkvæmd áætlun stjórnvalda um afnám hafta. Allt útlit er fyrir að með þeim aðgerðum sem núna hafa verið boðaðar til að leysa aflandskrónuvandann verði í kjölfarið hægt að lyfta höftum á íslensk heimili, fyrirtæki og lífeyrissjóði með afgerandi hætti á komandi mánuðum – átta árum eftir að þau voru fyrst kynnt til sögunnar af brýnni nauðsyn.

Aflandskrónueigendur eru að stærstum hluta aðeins nokkrir bandarískir fjárfestingasjóðir. Valkostir þeirra eru skýrir. Í gjaldeyrisútboði Seðlabankans í næsta mánuði býðst þeim að selja eignir sínar í skiptum fyrir reiðufé í erlendum gjaldeyri á genginu 190 til 210 krónur fyrir hverja evru. Að öðrum kosti verða fjármunir þeirra fluttir á læsta reikninga sem bera 0,5% vexti. Þá fá aflandskrónueigendur sem ekki taka þátt í útboðinu tímabundna heimild – frá 1. september til 1. nóvember 2016 – til þess að eiga í gjaldeyrisviðskiptum við Seðlabankann á viðmiðunargenginu 220 krónur gagnvart evru. Ríkur hvati er því fyrir þátttöku í útboðinu fyrir þá sem vilja losna með fé sitt strax úr landi.

Lykilatriði í áætlun stjórnvalda er að enginn er þvingaður til að selja aflandskrónueignir sínar. Fjárfestingar- og úttektarheimildir aflandskrónueigenda eru þvert á móti rýmkaðar og þá geta þeir áfram átt eignir sínar, sem eru einkum ríkisskuldabréf, þangað til á gjalddaga – en eftir þann tíma flytjast þær yfir á bundna vaxtalausa reikninga. Með þessu móti er tryggt að böndum verður komið á allar aflandskrónueignir og síðustu hindruninni þannig rutt úr vegi fyrir almennri haftalosun á Íslendinga.

Æskilegast væri vitaskuld að sem flestir aflandskrónueigendur taki þátt í útboðinu þannig að vandinn verði leystur með endanlegum hætti. Ómögulegt er hins vegar að segja fyrir um hvort það verði niðurstaðan. Sumir bandarískir fjárfestingasjóðir hafa látið að því liggja að þeir séu ekki reiðubúnir að selja krónueignir sínar með tugprósenta afföllum miðað við skráð gengi krónunnar. Ekki er hægt að útiloka að þeir muni láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Engin ástæða er aftur á móti til að hafa áhyggjur af slíkum lagalegum ágreiningi. Aðgerðirnar grundvallast á nálgun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við losun hafta frá árinu 2012 og þá hafa stjórnvöld notið liðsinnis færustu innlendra og erlendra ráðgjafa við undirbúning útboðsins.

Skylda stjórnvalda er aðeins gagnvart almenningi og við þessar aðstæður ber þeim að ganga eins langt og íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar heimila

Röksemdir bandarískra vogunarsjóða fyrir því að aðgerðir stjórnvalda séu óréttmætar eru einkum af tvennum toga. Í fyrsta lagi séu efnahagsaðstæður með þeim hætti á Íslandi, þar sem óskuldsettur forði Seðlabankans er orðinn meiri en 400 milljarðar, að stjórnvöld geti ekki borið fyrir sig neyðaraðstæður til að réttlæta aðgerðir sem fela í sér skerðingu á eignum aflandskrónueigenda. Í öðru lagi sé rangt að skilgreina eignir þeirra sem kvikar krónueignir sem myndu leita úr landi um leið og höftum yrði aflétt; þvert á móti hafi þeir áhuga á frekari fjárfestingum á Íslandi. Þrátt fyrir að gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins hafi vitaskuld tekið stakkaskiptum á allra síðustu árum þá hefur stefna stjórnvalda ávallt verið sú að nýta hana til að skapa forsendur fyrir afnámi hafta á Íslendinga. Erlendir kröfuhafar föllnu bankanna fengu þannig með engum hætti hagstæðari niðurstöðu í uppgjöri slitabúanna sökum góðrar stöðu þjóðarbúsins – og það nákvæmlega sama mun gilda aflandskrónueigendur. Þegar um er að ræða eignir sem nema um 15% af landsframleiðslu þá er það jafnframt óforsvaranleg áhætta að treysta aðeins orðum bandarískra vogunarsjóða um að það sé ekkert fararsnið á þeim. Skyldur stjórnvalda eru aðeins gagnvart almenningi og við þessar aðstæður ber þeim að ganga eins langt og íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar heimila í því skyni að tryggja ýtrustu þjóðarhagsmuni. Það hefur verið gert með þessu frumvarpi.

Nýti aflandskrónueigendur ekki þetta síðasta tækifæri – að minnsta kosti í bili – til að selja eignir sínar fyrir gjaldeyri í úboði Seðlabankans er alls óvíst hvenær sá gluggi mun opnast að nýju. Þess í stað fara þeir aftast í röðina þar sem eignir þeirra munu rýrna með tímanum á bundnum reikningum á nánast engum vöxtum. Fyrir liggur að uppsöfnuð erlend fjárfestingaþörf íslenskra lífeyrissjóða og fyrirtækja hleypur á hundruðum milljarða króna. Nauðsynlegt er að aðlaga innlend eignasöfn þannig að þau samanstandi í hlutfallslega miklu meira mæli af erlendum eignum – og á þetta ekki síst við um eignir lífeyrissjóðanna. Það er því ljóst að það munu líða mörg ár þangað til réttlætanlegt verður fyrir íslensk stjórnvöld að hreyfa við þeim möguleika að nýju að létta kvöðum af þeim aflandskrónueigendum sem kjósa að festast með fé sitt hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hera úr leik

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“