fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FréttirLeiðari

Davíð mætir Golíat – lota 2

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. maí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögueyjan stóð svo sannarlega undir nafni um helgina. Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti um framboð sitt á uppstigningardag. Steig upp og ákvað að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni og öllum hinum frambjóðendunum. Virtist nú sem fullskipað væri á vígvellinum.

Fyrst dró þó til tíðinda á laugardag þegar nýr þáttastjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, Páll Magnússon, sendi frá sér færslu á Twitter um að breyta þyrfti áður auglýstri dagskrá sunnudagsþáttarins. Stórtíðinda væri að vænta í tengslum við forsetakosningar. Glöggir menn áttuðu sig á að Davíð Oddsson væri að fara fram. Sú varð raunin.

Davíð skjallaði Ólaf Ragnar svo að eftir var tekið. Síðar sama dag var Ólafur Ragnar gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2. Þar ræddi Björn Ingi við forsetann um vendingar dagsins. Ólafur Ragnar skjallaði Davíð svo að eftir var tekið. Miðað við látbragð Ólafs Ragnars í viðtalinu var ljóst að hann væri að hætta. Það fékkst staðfest í gær, mánudag. Við kveðjum farsælan forseta sem stóð í stafni í ólgusjó. Hann gerði það beinn í baki og sem brjóstvörn Íslands. Fyrir það verður hans minnst.

Viðtalið við Ólaf var sögulegt. Hann fór yfirvegað yfir hversu afskekktur á einskismannslandi forsetinn þarf að vera. Embættið er ekki bara móttökur og hátíðarræður. Um það blæs og þá þarf sá sem situr á Bessastöðum hverju sinni að geta tekið óvinsæla ákvörðun sem gengur þvert á vinskap og gamla flokkadrætti.

Nú eru allar líkur á að vígstaðan verði sú að Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson takist á um þetta embætti. Fleiri gætu auðvitað blandað sér í þann slag, eins og Andri Snær. Guðni Th. mældist í könnun í gær með Golíatsfylgi. Samkvæmt könnun MMR mældist hann með tæplega 60% fylgi. Davíð Oddsson var ekki inni í könnuninni fyrr en á lokametrunum. Þó má reikna út frá þeim forsendum sem MMR gaf upp að Davíð sé með um 12% fylgi.

Davíð Oddsson er okkar umdeildasti sonur. Fólk virðist ýmist hreinlega sjá rautt þegar hann er nefndur – nú eða sakna hans. Hvort nógu margir sakni hans til að tryggja honum kjör er algerlega óvíst.

Guðni á góða möguleika, á því leikur ekki nokkur vafi. Það er allt útlit fyrir að Davíð sé að mæta Golíat á nýjan leik. Við vitum hvernig fyrri viðureignin fór. Endurtekur sagan sig eða eru nýir tímar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla