fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FréttirLeiðari

Við getum gert betur, Dagur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. febrúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf stjórnmálamanna snýst að miklu um að forgangsraða; verkefnum, fjármunum og ýmsu fleiru. Á þetta hefur reynt í Reykjavíkurborg síðustu mánuði. Nú er búið að kynna þann niðurskurð sem borgin er að fara í. Það er langur listi og eðli máls samkvæmt er hann umdeildur.

Gullnáman endalausa, leikskólar og grunnskólar, eru enn á ný vettvangur sparnaðar. Spara á til dæmis 70 milljónir í mötuneytum í leikskólum borgarinnar. Það er ekki eins og á þessu sviði sé boðið upp á veislumat. Þarna hefur sparnaður og aðhald verið viðvarandi árum saman. Setja verður spurningarmerki við hversu raunhæft er að setja fram svona Excel-sparnaðartillögur.

Lækkun á framlagi til sérkennslu og stuðnings við skólabörn er vitlaus tillaga. Nú þegar er málaflokkurinn svo sveltur að vart er hægt að halda uppi lögbundinni þjónustu. Þessi tillaga er óraunhæf og ósanngjörn. Þegar stjórnmálamenn forgangsraða á erfiðum tímum er oft skynsamlegt að horfa sér nær. Fjöldi utanlandsferða er á dagskrá embættismanna borgarinnar og kjörinna fulltrúa. Myndi duga að senda einn í slíka ferð, sem gæti svo tekið heim með sér á USB-kubbi það sem hæst ber í kynningum? Í staðinn fyrir að senda á annan tug einstaklinga með tilheyrandi kostnaði?

Þarf að ráðast í dýrar framkvæmdir við Grensásveg í ár? Mætti fresta þeim í tvö ár eða þar til verður afgangur af rekstri borgarinnar?

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ekki öfundsverður þar sem hann stendur með niðurskurðarhnífinn í vinstri hendi blóðugur upp fyrir axlir. En hans er valdið og hans er ábyrgðin. Það hefur lengi legið fyrir að skera þyrfti harkalega niður hjá borginni. Það hefur tekið allt of langan tíma að koma þessum tillögum á framfæri.
Nú liggja þær loksins fyrir og því miður eru þær að nokkru leyti vonbrigði. 200 milljónir á að spara í fjárhagsaðstoð borgarinnar. Hvernig á að framkvæma þann sparnað? Jú, með því að fara í samstarf við Vinnumálastofnun og finna vinnu fyrir fleira fólk. Vonandi tekst það, en það er ekki í hendi.

Það er nöturlegt að horfa upp á niðurskurðartillögur eins og nú hafa verið kynntar, þar sem skólakerfið og fjárhagsaðstoð eru hluti af stóru póstunum. Við getum gert betur, Dagur!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla