… að þann 1. janúar 2017 hétu 5.224 karlar Jón að eiginnafni en aðeins 506 Þórarinn?
… að hæsti hiti sem mældist á Íslandi sumarið 2017 var 27,7 stig á Végeirsstöðum í Fnjóskadal þann 25. júlí? Mesta frostið á síðasta ári var -29,0 stig í Svartárkoti þann 29. desember.
Hæsti hitinn sem mældist í Reykjavík var 22,5 stig en á Akureyri 24,1 stig.
… að elstur Íslendinga svo vitað sé var Guðrún Björg Björnsdóttir. Guðrún fæddist í Vopnafirði en fluttist til Manitoba ung að árum þar sem hún bjó nær alla tíð. Hún fæddist í október árið 1888 en lést í ágúst 1998 þegar hún átti rúman mánuð í 110 ára afmælið.