fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

78.000 íbúar í Frakklandi eru taldir ógna öryggi landsins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. apríl 2018 22:00

Eiffelturninn í París. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönsk yfirvöld segja að rúmlega 78.000 íbúar þar í landi ógni öryggi landsins. Upplýsingar um þetta fólk hafa nú verið skráðar í alþjóðlegan gagnagrunn sem evrópsk lögregluyfirvöld hafa aðgang að. Gagnagrunnurinn er sagður innihalda upplýsingar um „hættulegustu íbúa álfunnar“.

Á síðasta ári voru nöfn 134.000 manns skráð í gagnagrunninn. Frá 2015 hefur orðið mikil aukning í skráningum í gagnagrunninn en það gerðist í kjölfar hryðjuverka liðsmanna Íslamska ríkisins í París þar sem 130 manns voru myrtir.

Þýski þingmaðurinn Andrej Hunko, hefur verið gagnrýninn á gagnagrunninn og þær skráningar sem hafa verið nefndar „leynilegar kannanir“. Þessar kannanir eru gerðar á fólki sem er grunað um að ógna öryggi ríkja eða almennings. Kannanirnar eru virkar í eitt ár nema ríkin framlengi þær. Hunko óttast að lögreglan misnoti kerfið til að fylgjast með fólki og rannsaka önnur afbrot sem ekki ógni öryggi einstakra ríkja eða almennings.

Hann segir að slík notkun geti haft í för með sér að fylgst sé með ættingjum grunaðra og öðrum sem umgangast viðkomandi. Hann telur einnig að það hversu oft franska lögreglan hefur notað gagnagrunninn bendi til að verið sé að misnota hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum