fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. mars 2018 07:13

Natutilus kafbátur Peter Madsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 9.30 að staðartíma hefjast réttarhöldin yfir Peter Madsen á nýjan leik hjá undirrétti í Kaupmannahöfn. Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana um borð í kafbátnum Nautilus í ágúst á síðasta ári. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa hlutað lík hennar í sundur og að hafa brotið gegn henni kynferðislega á annan hátt en að nauðga henni.

Dagurinn í dag er ætlaður undir yfirheyrslu yfir Madsen og byrjar dagurinn með því að saksóknarinn í málinu, Jakob Buch-Jepsen, yfirheyrir Madsen. Því næst tekur verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, við.

Sérfræðingur Danska ríkisútvarpsins segir að það sem fólk eigi helst að veita athygli í réttarhöldunum í dag sé hvort Madsen neiti að hafa orðið Wall að bana og hvernig hann útskýrir af hverju hann stakk hana margoft með hníf. Ákæruvaldið telur að það hafi hann gert á meðan Wall var á lífi en því hafnar Madsen.

Á fyrsta degi réttarhaldanna, þann 8. mars síðastliðinn, sagði Madsen að Wall hefði látist um borð í kafbátnum eftir að óhapp varð með útblástur frá vél hans og hafi hún látist af völdum eitraðra lofttegunda. Hann neitaði að hafa orðið henni að bana en játaði að hafa hlutað lík hennar í sundur til að geta hent líkinu í sjóinn.

Madsen neitar að hafa brotið gegn Wall kynferðislega. Til að hann verði sakfelldur fyrir þann lið ákærunnar þarf ákæruvaldið að sanna að Madsen hafi stungið Wall á meðan hún var á lífi en hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa valdið áverkum á kynfærum hennar með hnífi. Það skiptir því miklu máli hversu langur tími leið frá því að Wall lést og þar til Madsen segir að hann hafi byrjað að stinga hana og skera.

Þegar verjandi Madsen tekur við þá má reikna með að hún muni reyna að fá Madsen til að vera trúverðugan fyrir rétti en það getur reynst á brattan að sækja því hann hefur breytt framburði sínum þrisvar sinnum. Auk þess er niðurstaða geðrannsóknar á honum sú að hann sé sjúklegur lygari.

Þar sem réttarmeinafræðingar hafa ekki getað slegið dánarorsök Wall fastri mun verjandi Madsen reyna að fá réttinn til að fallast á að nýjasta frásögn Madsen þar um sé rétt.

Réttarhöldunum verður síðan haldið áfram á morgun og föstudag en þá verða vitni yfirheyrð. Á morgun kemur réttarmeinafræðingur fyrir dóminn. Því næst er það unnusti Kim Wall sem ber vitni og þar á eftir konur, sem Madsen bauð í siglingar í kafbátnum, einnig munu ástkonur Madsen bera vitni. 37 vitni munu koma fyrir dóminn að öllu óbreyttu. Vitnaleiðslum verður framhaldið í næstu viku og eftir páska. Þann 23. apríl munu saksóknari og verjandi flytja lokaræður sínar og leggja málið í dóm. Reiknað er með að dómur verði kveðinn upp þann 25. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug