fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
FréttirPressan

Konu sagt upp leigu á íbúð vegna afbrots sonar hennar – Hæstiréttur staðfestir lögmæti uppsagnarinnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. maí 2018 19:00

Frá Vollsmose. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var í lagi að leigufélag í Óðinsvéum í Danmörku sagði konu upp leigu á íbúð í Vollsmose hverfinu vegna afbrots sem sonur hennar hafði verið dæmdur fyrir. Hæstiréttur Danmerkur kvað upp dóm í málinu á þriðjudaginn og sneri við dómi undirréttar og Eystri-landsréttar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hæstiréttur kveður upp dóm í máli er varðar leigjendur og afbrot barna þeirra. Samt sem áður er þetta mál fordæmisgefandi því í þessu máli var afbrotið ekki framið á umráðasvæði leigufélagsins eða nærri því.

Sonur konunnar réðist ásamt fleirum á lögreglumenn á bifreiðastæði í um 500 metra fjarlægð frá heimili þeirra mæðgina. Bifreiðastæðið er við hús sem leigufélag á og rekur en ekki sama leigufélag og mæðginin leigðu hjá.

Í dómi hæstaréttar kemur fram að afbrotið hafi verið framið í sama hverfi og mæðginin búa í og það skipti ekki máli þótt það hafi verið á umráðasvæði annars leigufélags. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að afbrotið hafi verið til þess fallið að valda óöryggi meðal íbúa hverfisins og hafi verið svo gróft að leigufélagið hafi verið í fullum rétti að segja konunni upp sem leigjanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir