fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
FréttirPressan

Mikil aukning banaslysa hjólreiðamanna í Hollandi – Gamlir karlar á rafmagnshjólum koma mikið við sögu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. maí 2018 07:36

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fjölgaði banaslysum hjólreiðamanna mikið í Hollandi miðað við árin á undan. Aukningin er að mestu rakin til eldri karla á rafmagnshjólum. Samkvæmt tölum frá hollensku hagstofunni fjölgaði banaslysum reiðhjólamanna um 17 prósent frá 2016 og voru 206 á síðasta ári. Þetta er mesti fjöldi hjólreiðamanna sem hefur látist í umferðarslysum í Hollandi í tíu ár. Þetta eru fleiri en létust í bílslysum á síðasta ári.

The Guardian skýrir frá þessu. Aukningin er aðallega rakin til eldri karlmanna á rafmagnshjólum en rúmlega tvöfalt fleiri karlar 65 ára og eldri létust í slysum á rafmagnshjólum á síðasta ári en árið á undan. Alls létust 31 á þessum aldri á síðasta ári.

Rafmagnshjól eru þyngri en venjuleg hjól og stundum gleymir eldra fólk að það er ekki jafn vel á sig komið líkamlega og áður fyrr og það getur leitt til slysa að mati sérfræðinga.

Fietserbond Jaap Kamminga, formaður hollenska hjólreiðasambandsins, segir að auðvitað sé hvert banaslys einu banaslysi of mikið. En í stóra samhenginu verði að líta á hversu mikið hjólreiðar hafa aukist, sérstaklega hjá eldra fólki, og Hollendingar geti óskað sér til hamingju með það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu
Pressan
Í gær

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla