The Guardian skýrir frá þessu. Aukningin er aðallega rakin til eldri karlmanna á rafmagnshjólum en rúmlega tvöfalt fleiri karlar 65 ára og eldri létust í slysum á rafmagnshjólum á síðasta ári en árið á undan. Alls létust 31 á þessum aldri á síðasta ári.
Rafmagnshjól eru þyngri en venjuleg hjól og stundum gleymir eldra fólk að það er ekki jafn vel á sig komið líkamlega og áður fyrr og það getur leitt til slysa að mati sérfræðinga.
Fietserbond Jaap Kamminga, formaður hollenska hjólreiðasambandsins, segir að auðvitað sé hvert banaslys einu banaslysi of mikið. En í stóra samhenginu verði að líta á hversu mikið hjólreiðar hafa aukist, sérstaklega hjá eldra fólki, og Hollendingar geti óskað sér til hamingju með það.