Þremenningarnir voru pyntaðir og síðan myrtir. Lík þeirra voru síðan leyst upp í sýru þannig að lítið sem ekkert er eftir af þeim.
Síðast sást til þremenninganna í Tonala en þar rændu að minnsta kosti sex menn þeim. Tveir hafa verið handteknir vegna málsins að sögn saksóknara. YouTube stjarnan Christian Omar Palma Gutierrez hefur játað að hafa leyst líkin upp í sýru en hann tengist CJNG glæpagenginu.
Lögreglan er nú að rannsaka líkhluta sem fundust í húsinu þar sem þremenningarnir voru leystir upp í sýru.
CJNG er nú talið vera valdamesta glæpagengið í Mexíkó.