fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
FréttirPressan

Suður-Kórea hættir að útvarpa fréttum og tónlist til Norður-Kóreu – Slökkt á hátölurum við landamærin

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. apríl 2018 15:25

Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hefur áróðri verið útvarpað yfir landamæri Suður- og Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu. Þetta hafa aðallega verið fréttir og tónlist sem hefur verið ætlað að ná eyrum einangraðra íbúa þessa lokaða einræðisríkis. En á miðnætti í nótt var slökkt á þessum útsendingum. Tilefnið er fundur leiðtoga ríkjanna tveggja næstkomandi föstudag.

Töluverð þíða hefur verið í samskiptum Norður-Kóreu við granna sína í suðri og Bandaríkin undanfarnar vikur. Í síðustu viku tilkynnti einræðisstjórnin að hún væri hætt tilraunum með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar.

Fréttaskýrendur hafa túlkað þetta sem mikilvæg skilaboð frá Kim Jong-un, einræðisherra, í tengslum við fund hans með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, næstkomandi föstudag og með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á næstu vikum.

En ekki eru allir sannfærðir um að hugur fylgi máli hjá einræðisherranum unga og telja að hann geti verið að blekkja umheiminn en leiðtogar Norður-Kóreu hafa verið þekktir fyrir að standa ekki við gerða samninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi