fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Móðir Kim Wall – „Við höfðum ekki áhyggjur“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. apríl 2018 14:30

Kim Wall og Peter Madsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar Kim Wall, sænsku fréttakonunnar sem Peter Madsen er grunaður um að hafa myrt um borð í kafbátnum UC3 Nautilus í ágúst á síðasta ári, segjast ekki hafa haft áhyggjur af fyrirhugaðri ferð Kim með kafbátnum. Þau segjast oft hafa haft áhyggjur af Kim þegar hún var á ferð um heiminn vegna vinnu sinnar en engar áhyggjur hafi sótt að þeim þegar hún fór í kafbátssiglinguna.

Þetta kemur fram í viðtali við þau sem var birt á Kanal 5 í Danmörku á miðvikudagskvöldið. Foreldrarnir, Ingrid og Joachim Wall, hafa ekki verið mikið í kastljósi fjölmiðla í tengslum við réttarhöldin yfir Madsen en þau standa enn yfir.

„Við eigum ekki fleiri orð, einfaldlega ekki.“

Sagði Joachim í viðtalinu. Ingrid sagði að þau hafi oft haft áhyggjur af Kim þegar hún var á ferðalögum, meðal annars til Tíbet og Norður-Kóreu en engar áhyggjur hafi sótt að þeim fyrir kafbátsferðina.

Ingrid og Joachim hafa stofnað sjóð í nafni Kim en hann mun styrkja ungar fréttakonur sem vilja breyta heiminum með sögum sínum, eins og Kim vildi og gerði.

„Nokkrum dögum eftir að hún hvarf ákváðum við að þetta skyldi ekki enda þarna í kafbátnum. Hún átti að lifa áfram. Þá kviknaði hugmyndinn um sjóðinn.“

Sagði Ingrid og bætti við:

„Sjóðurinn hefur hjálpað okkur að einblína á Kim og framtíðina. Hann hjálpar okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“