Fréttir

Leikskólakennarinn hvarf margoft á hverjum degi – Hafði útbúið leynirými sem hún fór inn í til að stunda vafasama iðju

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 21:00

Það vakti að sjálfsögðu athygli starfsfólks á leikskóla í Missoula í Montana í Bandaríkjunum að kona sem þar starfaði hvarf margoft á hverjum degi. Enginn vissi hvert hún fór en hún var oft fjarverandi í langan tíma áður en hún birtist skyndilega aftur. Það var síðan dag einn að samstarfsmaður hennar uppgötvaði hvar og hvað konan var að gera og var lögreglan þá kölluð á vettvang.

Konan, Autumn Sienna Heinz, vann á deild fyrir yngstu börnin á YMCA Learning Center. Samstarfsfólk hennar undraðist mjög að hún hvarf oft í allt að 45 mínútur í einu. Enginn vissi hvar hún var fyrr en samstarfsmaður hennar fann leynirými sem Heinz hafði útbúið í stórum skáp í þvottahúsinu. Hún fór reglulega þangað til að reykja metamfetamín á milli þess sem hún skipti á börnunum og gaf þeim að borða.

Hún hafði sett teppi fyrir dyrnar að skápnum svo reykur bærist ekki út í þvottahúsið. Hún hafði einnig sett lás að innanverðu þannig að hún gat setið í skápnum ótrufluð.

Lögreglan var að sjálfsögðu kölluð á vettvang og var Heinz handtekin. Hún sagði lögreglunni að hún hefði útbúið þetta „athvarf“ sitt þremur vikum fyrir handtökuna.

New York Post segir að leikskólinn hafi þurft að láta þrífa allt húsnæðið til að tryggja að engar leifar af reyknum frá metamfetamíninu væru í húsinu. Þetta kostaði leikskólann sem nemur um 8 milljónum íslenskra króna.

Foreldrar leikskólabarnanna hafa verið hvattir til að láta lækni skoða börnin til að tryggja að þau hafi ekki orðið fyrir eitrunaráhrifum frá metamfetamíninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári lætur Einar heyra það: „Virkar á mann sem ógeðfelldur gaur þessi maður“

Gunnar Smári lætur Einar heyra það: „Virkar á mann sem ógeðfelldur gaur þessi maður“
Fréttir
Í gær

Kærur vegna byrlunar hafa aukist um 500% á 10 árum – Engar verklagsreglur til hjá lögreglu

Kærur vegna byrlunar hafa aukist um 500% á 10 árum – Engar verklagsreglur til hjá lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri segist hættur lögbrotum – Með 10 þúsund fylgjendur: „Ég vissi ekki að maðurinn hafði dáið“

Snorri segist hættur lögbrotum – Með 10 þúsund fylgjendur: „Ég vissi ekki að maðurinn hafði dáið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk óþægileg skilaboð frá Pólverjum á Íslandi eftir frétt um Sjálfstæðisgönguna: „Stillir mér upp sem óvin pólsku þjóðarinnar“

Fékk óþægileg skilaboð frá Pólverjum á Íslandi eftir frétt um Sjálfstæðisgönguna: „Stillir mér upp sem óvin pólsku þjóðarinnar“