fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

8 ára stúlku nauðgað og myrt – Mótmælendur krefjast réttlætis og vilja að gerendunum verði sleppt úr haldi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

8 ára stúlka er ein aðalpersónan í hryllilegu máli sem skekur Indland þessa dagana. Stúlkan, sem hét Asifa Bano, var múslimi af hirðingjaættum. Þann 12. janúar var henni falið að gæta hesta fjöskyldunnar í skógi nærri heimili hennar í Rasana sem er lítill bær í norðurhluta landsins. Þegar hún skilaði sér ekki heim fór faðir hennar að leita að henni því hann óttaðist að henni hefði verið rænt. En raunveruleikinn var hryllilegri en hann gat ímyndað sér á þeim tímapunkti.

Þar sem fjölskylda Asifa eru múslimar er litið niður á þau af hindúum, sem eru í miklum meirihluta á Indlandi, og þau nærri útskúfuð.

Svo virðist sem Asifa hafi hitt ungan hindúa, karlmann, í skóginum. Ungi maðurinn hafði ásamt mjög trúuðum frænda sínum skipulagt hræðileg örlög fyrir Asifa. Frændinn heitir Sanji Ram og er leiðtogi í litlu hofi hindúa nærri bænum. Hofið var reist til heiðurs slönguguðinum Baba Kali Veer en hann er mikilvægur guð í hindúatrú.

Samkvæmt því sem fram kemur í lögregluskýrslu þá námu Ram og ungi frændi hans og nokkrir til viðbótar Asifa á brott. Þeir gáfu henni svefnlyf, skiptust á að nauðga henni og lokuðu inni í hofinu. Þar héldu þeir henni fanginni í þrjá daga og héldu áfram að nauðga henni. Á þriðja degi kæfðu þeir hana með höfuðklæði hennar og skildu lík hennar eftir í skóginum.

Ástæðan fyrir þessu hryllingsverki virðist hafa verið óstjórnlegt hatur Ram í garð múslima. Hann sakaði hirðingjana um að slátra kúm, sem eru heilagar á Indlandi, að selja fíkniefni og að stela landi af hindúum.

Asia Times hefur eftir föður Asifa að lík hennar hafi verið illa farið, bitför hafi verið á því, brunasár á lærum og andliti og fæturnir brotnir.

Átta menn hafa verið handteknir vegna málsins, þar af tveir lögreglumenn sem eru grunaðir um að hafa hilmt yfir ódæðisverkið.

Sanji Ram.

Mikill fjöldi hindúa hefur mótmælt á götum úti en ekki ofbeldinu. Þeir vilja að gerendurnir verði sýknaðir. Lal Singh, stjórnmálamaður úr Bharatiya Janata Party sem er stærsti flokkur landsins, tók þátt í einum af þessum mótmælum í síðustu viku.

„Hvað með það þótt ein stúlka sé dáin? Það deyja margar stúlkur á degi hverjum.“

Sagði hann í mótmælunum að sögn NDTV sjónvarpsstöðvarinnar.

Hluti hindúa hatar múslimska hirðingja svo innilega að þeir vilja reka þá frá Indlandi sama hvað það kostar. Þeir eru reiðir yfir að aðeins hindúar hafa verið handteknir vegna málsins og þeir óttast að hirðingjarnir setjist að á svæðinu til frambúðar. Af þessum sökum var fjölskyldu Asifa neitað um að jarðsetja hana á lóð fjölskyldunnar því hindúar óttast að ef það er gert myndist samband á milli múslima og landsins. Af þessum sökum var Asifa Bano jarðsett í skóginum.

En mótmæli hindúanna hafa kallað á mótmæli gegn þeim sjálfum og hafa þúsundir Indverja mótmælt og krafist réttlætis fyrir Asifa Bano og fjölskyldu hennar.

Times of India segir að fjölskylda Asifa hafi neyðst til að flytja frá bænum og þar með gröf litlu dóttur sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“