fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Boðað til samráðsfunda vegna göngugatna í Reykjavík

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg mun bjóða upp á íbúasamráð þar sem fjallað verður um varanlegar göngugötur í Reykjavík. Laugavegur er eitt mest nýtta göturými borgarinnar dag og hafa miklar umræður skapast undanfarin ár vegna breytinga á Laugaveginum. Hafa nokkrir verslunareigendur kvartað undan lokun götunar fyrir bifreiðum.

Í september í fyrra ákvað borgarstjórn Reykjavíkurborgar að fela umhverfis- skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu þess efnis að Laugavegi og Bankastræti, ásamt völdum götum í Kvosinni, yrðu breytt í heilsárs göngugötur. Málið var samþykkt án mótatkvæða á sínum tíma. Sendu meðal annars Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg bréf til borgarstjóra, um að lokanir gatna á Laugavegi væri „aðför að frelsinu“.

Dagana 28. janúar til 3. febrúar næstkomandi mun Reykjavíkurborg bjóða upp á íbúasamráð ásamt því að rætt verður við verslunareigendur um varanlegar göngugötur. Allir sem eru áhugasamir um málefnið fá tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum um það hvernig göngugötur eiga að vera í framtíðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm