fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Logi Bergmann: „Óþolandi þegar fólk er að segja mér hvað ég á að gera“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum ekkert endilega sammála um boðskapinn en stundum mættum við kannski róa okkur aðeins í viðbrögðunum,“ segir Logi Bergmann Eiðsson, fjölmiðlamaður, í pistli sínum í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þar gerir Logi eitt af málum málanna síðustu daga að umtalsefni, mál Öldu Karenar Hjaltalín sem hélt fyrirlestur í Laugardalshöll á föstudagskvöld. Alda Karen hafði í vikunni vakið athygli fyrir ummæli sín um sjálfsvíg og að mantran „Ég er nóg“ gæti jafnvel komið í veg fyrir sjálfsvíg.

Mikill efasemdarmaður

„Stundum er ég eins og pólitíkus með erfiðan og óþolandi kjósanda. Ég er í raun ósammála honum en langar í atkvæðið hans. Ég nenni ekki að fara í langt og leiðinlegt rifrildi en langar líka pínu að segja hvað mér finnst. Ég er á þeim slóðum með Öldu Karen sem er búin að fylla Hörpuna og nú Laugardagshöllina og talar við fólk um hvernig því líður og hvað það eigi að gera til að líða betur. Sem er gott,“ segir Logi sem kveðst vera mikill efasemdarmaður.

„Sjálfum finnst mér reyndar óþolandi þegar fólk er að segja mér hvað ég á að gera og reyna að laga eitthvað í mínu lífi (sem mér finnst sjaldnast bilað) og svo er ég svo mikill efasemdamaður. Sem ég hef reyndar alltaf litið á sem kost í mínu fari. Ég myndi halda að svona fyrirlestur væri frekar stuttur. „Borðaðu hollan mat, reglulega. Hreyfðu þig, ekki reykja og reyndu að drekka ekki alltof mikið. Ef það er eitthvað að þá skaltu panta tíma hjá heimilislækni.“ Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að fara að rukka 12.900 fyrir þetta en ykkur er velkomið að leggja inn á mig ef þetta hjálpaði.“

Í besta falli undarlegt

Alda Karen vakti einnig athygli á dögunum þegar hún hvatti fólk til að kyssa peninga því þá myndu líkurnar á að þeir streymi til þín aukast. Sjálfur segist Logi ekki vera að tengja við þá hugmynd eða að tala við sjálfan sig í speglinum. „Það finnst mér í besta falli undarlegt. Og ég skil áhyggjur lækna og sálfræðinga af því að það sé allt í einu hægt að redda einhverju flóknu og erfiðu á einfaldan hátt með innblásnum fyrirlestri. Það hlýtur að vera soltið pirrandi að borga af námslánunum ef þetta er svona einfalt. Við treystum (flest) vísindum og það er eðlilegt,“ segir Logi og bætir við að kenningar hafi verið settar fram og sannaðar eða afsannaðar í hundruð ára.

„Þar er ákveðinn agi sem við þurfum í líf okkar, rökhugsun og reglur. Ég myndi til dæmis alltaf velja lækni frekar en heilara og frekar fara til sálfræðings en í svett. Ég er líka af gamla skólanum og held að speglun geri meira gagn fyrir hnéð á mér en endalaus köld böð. En sem betur fer erum við ekki öll eins og stundum getur það hjálpað okkur að hlusta á annað fólk. Prófa eitthvað nýtt. Stundum er það líka þannig að það sem gefur okkur von gefur okkur líka betri líðan. Og þar sem ég er á þeirri skoðun að það sé miklu betra að vera léttur get ég alveg keypt að það hjálpi að vera bjartsýnn í viðbót við lyfin.“

Veik fyrir skyndilausnum

Logi segir að fólk verði þó að muna að ef eitthvað hljómar of vel til að vera satt, þá er yfirleitt einhver ástæða fyrir því.

„Við erum nefnilega pínu veik fyrir skyndilausnum og allskonar ketókúrum, fyrir sál og líkama. Við viljum helst fá einhverja pillu sem reddar þessu eða einhvern sem segir okkur hvernig við getum orðið betri, helst í stuttu máli. En það er alveg sama hver það er: Guð, Jordan Peterson eða Alda Karen. Við erum ekkert endilega sammála um boðskapinn en stundum mættum við kannski róa okkur aðeins í viðbrögðunum. Hlusta eftir því sem gæti gagnast okkur í stað þess að brjálast yfir því sem við erum ósammála. Þegar allt kemur til alls er þetta undir okkur sjálfum komið. Og það er ekkert víst að þetta sé einfalt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku