fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Ragnheiður Sara hættir keppni á heimsleikunum í Crossfit: „Erfiðasta sem ég hef þurft að gera í lífinu“

Óðinn Svan Óðinsson
Sunnudaginn 5. ágúst 2018 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur neyðst til að draga sig úr keppni á heimsleikunum í Crossfit sem nú fara fram í Wisconsin í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að Ragnheiður Sara brákaði rifbein vegna álags í byrjun árs og meiðslin hafa nú tekið sig upp aftur. Ragnheiður Sara greinir frá þessu í tilfinningaþrunginni færslu á Instagram.

„Ég hóf keppni á föstudag ennþá í afneitun og eftir „Clean and jerk ladder“ urðu verkjatöflur minn besti vinur. Ég ákvað samt að halda áfram og harka af mér þrátt fyrir viðvörunarbjöllurnar,“ skrifar Ragnheiður Sara og bætir við: „Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að gera í lífinu en ég hef ákveðið að draga mig úr keppninni vegna álagsmeiðsla í rifbeinum.“

Hún var í 11. sæti leikanna eftir tvo keppnisdaga þegar hún ákvað að hætta keppni en leikarnir eru þeir fjórðu sem þessi magnaða íþróttakona tekur þátt í.

Sjáðu færslu Ragnheiðar Söru hér að neðan

https://www.instagram.com/p/BmFD1XZFU_T/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_loading_state_control

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli