fbpx
Fréttir

Mynd dagsins: Er þetta eðlileg álagning? Hvað finnst þér?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. ágúst 2018 15:00

„Ég verslaði kolsýrt vatn með ávaxtabragði á þremur stöðum í dag. N1 Ártúnshöfða, 10-11 Vesturlandsveg eða Shell bensínstöðinni og Bónus Árbæ. Ástæðan fyrir því að ég valdi þessa staði eru að þeir eru allir í labbfæri við stærstu gosframleiðendur landsins.“ Þannig hefst frásögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR á Facebook. Hann birtir ljósmynd af kvittun frá Bónus, N1 og 10-11.

Fyrir ávaxtatopp drykk greiddi Ragnar 95 krónur í Bónus. Í N1 kostaði drykkurinn 315 en í 10-11 var hann á heilar 399 krónur. Ragnar segir:

„Nú reikna ég með að Bónus sé með einhverja álagningu og allir þessir risar á markaði með bestu mögulegu viðskiptakjör hjá framleiðendum.“

Viðbrögðin við þessu innleggi Ragnars voru gríðarleg og eru langflestir á því að um okur sé að ræða. Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson er ekki á sama máli. Hann segir: Þetta er eðlilegt. Bensínstöðvar eru ekki Bónus. Enda verslar maður vanalega ekki drykki þar. Væri hægt að sleppa þessari þjónustu líka og vera bara með bensín. Olíufélögin geta þá fækkað starfsmönnum í leiðinni. Sé ekki að neinn græði á því.“ Þá tekur verkalýðsforinginn Vilhjálmur Birgisson þátt og segir álagninguna galna. Gunnar Smári Egilsson segir: „Samkvæmt dæminu gæti 10-11 keypt toppinn hjá Bónus og samt verið með 320%.“ Þá spyr Ragnar Þór í innleggi sínu: „Finnst ykkur þetta eðlilegt?“

Hvað segja lesendur DV við spurningu VR? Er þetta eðlilegt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hildur minnist vinkonu sinnar sem tók eigið líf: „Nærvera hennar var hlý og yfirvegun, einlægni og húmor einkenndi allan hennar boðskap“

Hildur minnist vinkonu sinnar sem tók eigið líf: „Nærvera hennar var hlý og yfirvegun, einlægni og húmor einkenndi allan hennar boðskap“
Fréttir
Í gær

Jökulsárlóni lokað vegna íshruns

Jökulsárlóni lokað vegna íshruns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir aðstoða unnusta sinn við að nauðga barnungri þroskaheftri stúlku

Dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir aðstoða unnusta sinn við að nauðga barnungri þroskaheftri stúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjöldi ölvaðra ökumanna handtekinn í nótt

Fjöldi ölvaðra ökumanna handtekinn í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari rektor HR – „Orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs er ekki liðin innan háskólans“

Ari rektor HR – „Orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs er ekki liðin innan háskólans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austur opnar aftur í kvöld: Segir að búið sé að leysa ágreininginn

Austur opnar aftur í kvöld: Segir að búið sé að leysa ágreininginn