Fréttir

Skildi hvolpinn sinn eftir einan í langan tíma

Auður Ösp
Sunnudaginn 22. júlí 2018 16:30

Matvælastofnun hefur nýverið tekið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt lögum um velferð dýra, eða þá samkvæmt reglugerð um velferð hrossa, og velferð gæludýra.

Í öðru málinu var hvolpur tekinn af umráðamanni, eftir að ábending barst frá lögreglu um hvolp sem skilinn hafði verið eftir einn heima í lengri tíma við óviðunandi aðstæður.

Í hinu málinu var um að ræða tvær hryssur, önnur með folaldi og hin fylfull, sem haldnar voru í gerði án aðgangs að beit og tryggri brynningu. Kröfum um úrbætur hafði ekki verið sinnt samkvæmt tilkynningu frá MAST.

Í báðum tilfellum var um að ræða tafarlausa vörslusviptingu þar sem úrbætur þoldu ekki bið.

Samkvæmt lögum um velferð dýra er skylt að fara vel með dýr og ber umráðamaður ábyrgð á því að annast sé um dýr í samræmi við lögin og reglur sem settar eru á grundvelli þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaug varð heyrnarlaus og blind eftir dularfull veikindi – Læknir taldi hana með vöðvabólgu en annað kom í ljós: „Ég hef aldrei upplifað annan eins viðbjóð“

Guðlaug varð heyrnarlaus og blind eftir dularfull veikindi – Læknir taldi hana með vöðvabólgu en annað kom í ljós: „Ég hef aldrei upplifað annan eins viðbjóð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Séra Bjarni spyr hvort konur þurfi að fara í fóstureyðingu: „Þarf þessi bakþanki að taka þennan glataða snúning þarna í lokin?“

Séra Bjarni spyr hvort konur þurfi að fara í fóstureyðingu: „Þarf þessi bakþanki að taka þennan glataða snúning þarna í lokin?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aurskriða féll á Akureyri

Aurskriða féll á Akureyri