fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Hagstæðustu gleðistundirnar í miðborginni

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 20. júlí 2018 15:00

Uppsalir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er varla til sú krá eða veitingastaður á höfuðborgarsvæðinu sem býður ekki upp á „happy hour“, gleðistundir þar sem ýmsir drykkir, þó oftast bjór, eru á verulegum afslætti. Í landi þar sem erlendir ferðamenn kveinka sér iðulega út af háu verði þá eru gleðistundirnar orðnar ansi mikilvægur þáttur í að lokka viðskiptavini inn á staðina. Það er líka staðreynd að veigar á hagstæðu verði bragðast betur.

Það er ljóst að Samkeppniseftirlitið þarf ekki að skoða hvort samráð sé í gangi á markaðnum fyrir gleðistundirnar því þær eru mjög mismunandi. Ódýrasti bjórinn er á 450 krónur en sá dýrasti er á „tilboði“ á 1.000 krónur. Þá byrja sumar gleðistundir klukkan 15.00 en rýmsti opnunartíminn er frá klukkan 16.00 til klukkan eitt eftir miðnætti.

Hér má sjá hagstæðustu gleðistundirnar. Þeim er raðað eftir verði á drykk guðanna, bjór.

  1. Uppsalir – Bar & Café. Aðalstræti 12. Tveir fyrir einn á öllum bjór, kokteilum og léttvíni. Ódýrasti bjórinn kostar 450 krónur á krana. Opnunartíminn er þó ekki mjög rúmur, eða frá klukkan 17–19.
  2. Iða Zimsen. Vesturgata 2a. Aðeins tilboð á Egils Gull sem kostar 495 krónur. Gleðstundin hefst klukkan 19.00 dag hvern og stendur til 22.00.
  3. B5. Bankastræti 5. Skemmtistaðurinn vinsæli í Bankastrætinu er afar rausnarlegur varðandi tímann sem gleðistundin varir á hverjum degi. Tilboðið tekur gildir klukkan 18.00 og því lýkur klukkan 23.00. Boðið er upp á tvo drykki á verði eins og þar er Tuborg á dælu hagstæðastur, eða 500 krónur glasið. Gleðin hefst  klukkan 18.00 dag hvern, og varir til klukkan 23.00.
  4. Slippbarinn.  Mýrargata 2. Í boði eru tvær tegundir, Víking Classic og Egils Gull á 500 krónur en að auki kostar glasið af húsvíni, rautt og hvítt, 750 krónur. Þá er einnig tilboð af völdum kokteilum. Slippbarinn hefur gleðina snemma eða klukkan 15.00 dag hvern en henni lýkur klukkan 18.00.
  5. Skuggi Bar. Hverfisgata 103. Þessi nýlegi bar á samnefndu hóteli býður upp á gleðistundir dag hvern frá klukkan 17–19. Allt áfengi á krana er á 2 fyrir 1-tilboði sem og rauðvín og hvítvín hússins. Ódýrasti bjórinn kostar því 500 krónur glasið.
  6. Kaffibrennslan. Laugavegur 21. Þetta notalega kaffihús býður upp á prýðilegar gleðstundir. Bjórinn kostar 550 krónur og rauðvín og hvítvín hússins er á 750 krónur. Á hverjum degi milli klukkan 16–20.
  7. Geiri Smart. Hverfisgata 30. Icelandair-hótelin láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni um þyrsta ferðalanga. Gleðistundirnar eru frá klukkan 16–18 dag hvern og kostar bjórinn 550 krónur. Þá er 50% afsláttur af húsvíni og valdir kokteilar á tilboði.
  8. Hótel Natura. Nauthólsvegur 52. Sama fyrirkomulag og hjá Geira Smart en ekki var minnst á kokteilana þegar DV hringdi til að fá upplýsingar. Þar af leiðandi er Geiri sæti ofar.
  9. Ölsmiðjan. Lækjargata 10. Hér kostar bjórinn 590 krónur sem er fínt verð. Hins vegar er tilboðstíminn til mikillar fyrirmyndar eða frá klukkan 16–01 dag hvern.
  10. Kofinn. Laugavegur 2. Tveir fyrir einn af bjór sem þýðir að ódýrasti slíki bjórinn á krana, Víking Lager, kostar 595 krónur. Gleðistundirnir vara frá klukkan 16–19 dag hvern nema á miðvikudögum en þá gildir tilboðið til kukkan 21.
2. Iða Zimsen er í öðru sæti yfir bestu gleðistundirnar í borginni.
4. Slippbarinn hefur boðið upp á hagstæðar gleðistundir í mörg ár.
5. Skuggi Bar við Hverfisgötu lætur til sín taka á gleðistundamarkaðnum
10. Kofinn á Laugavegi býður ölglasið á rétt undir 600 krónunum.
6. Kaffibrennslan. Býður ekki bara upp á gott kaffi heldur líka hagstæðar gleðistundir.
8. Hótel Natura. Fínar gleðistundir í boði hjá Icelandair.
7. 50% af bjór og húsvíni hjá Geira Smart.
1. Ódýrasti bjórinn í bænum er á Uppsölum, 450 krónur glasið, alla daga frá kl. 17-19.

Ódýra bjórröltið:

Túrinn hefst á slaginu klukkan 15.00 á Slippbarnum við Mýrargötu. Þar er setið að sumbli til klukkan 17 og kostar glasið 500 krónur. Þá er förinni heitið á Uppsali við Aðalstræti enda ódýrasti bjórinn í bænum, 450 krónur, þar í boði frá 17–19 dag hvern. Um leið og bjallan glymur er kjagað örstuttan spöl yfir á Vesturgötu þar sem bjórinn kostar aðeins 495 krónur. Um leið og þeirri gleði lýkur er gengið upp Bankastrætið þar sem bjórinn kostar 500 krónur á B5 til klukkan 23.00 hvert kvöld. Síðan er best að rúlla sér niður á Lækjargötu þar sem bjórinn kostar aðeins 590 krónur á Ölsmiðjunni til klukkan eitt að nóttu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“