fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ragga hrellt á Facebook og sögð ókvenleg – „Það er í raun ekkert eftir af þér sem kallast kvenlegt“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 13. júlí 2018 13:08

Mynd: Andrea Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga nagli, heilsusálfræðingur og einkaþjálfari, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún hafi orðið fyrir líkamsmánun. Ónefndum maður sendi henni eftirfarandi skilaboð: „Það er í raun ekkert eftir af þér sem kallast kvenlegt lengur, er þetta það sem þú ert að kenna konum að vera? Crazy stuff.“

Ragga segir að þessi skilaboð hafi verið tilefni fyrir hana til að fjalla um líkamsvirðingu. „Naglinn fékk þessi skilaboð í inboxið sitt og finnst rétt að vekja athygli á líkamsvirðingu í kjölfarið. Mikið er rætt og ritað um líkamsvirðingu. Fitusmánun er orð sem við heyrum oft. En sjaldnar heyrum við af „vöðvasmánun“. Við sem höfum gaman af því að rífa í járn og nýta líkamlegan styrk til að færa galvaníseraðar stangir frá A til B byggjum óhjákvæmilega upp vöðvamassa utan á grindina. Það er lífeðlisfræði 101. Líkaminn bregst við streituáreiti með því að verða sterkari til að höndla hlassið næst,“ skrifar Ragga.

Ragga segir að það auki sjálfstraust að spenna vöðva. „Stundum er fitulag og þar af leiðandi þykkara húðlag yfir vöðvunum svo þeir eru ekki eins greinilegir. En stundum er aðeins þunn húðin sem hylur vöðvana þunn svo þeir eru sýnilegir hinu nakta auga þegar spjarirnar falla. Stundum spennum við líka vöðvana því við erum stoltar af árangrinum og þannig eflum við sjálfstraustið. Rannsóknir sýna að með því að fara í valdastöðu eins og að spenna vöðvana eykur testósterón í líkamanum sem síðan eykur sjálfstraustið. Því miður í nútímasamfélagi er sjálfstraust og sjálfstrú eyðimerkurlenda hjá mörgum konum,“ segir Ragga.

Hún segir það valdeflandi fyrir konur að vera sterkar. „Það er fátt meira valdeflandi fyrir konur en að vera líkamlega sterkar. Að geta lyft aðeins þyngra í dag en í gær eykur trúna á sjálfa þig. Hversu langt þú hefur náð nú þegar. Að færa stál úr stað eykur sjálfstraustið. Sjálfsagi. Æfing. Skuldbinding. Styrkur. Allir eiginleikarnir sem krefjast þess að byggja upp styrk fylgir þeim síðan útúr sveittu buffbúrinu yfir í hið daglega líf,“ skrifar Ragga.

Hún segir að fólk ætti að hafa virðingu fyrir þeim sem hugsa um heilsuna: „Að lyfta lóðum gerir Naglann að feminísta og álítur það hlutverk sitt að leiðrétta þá sem hnussa í hornum og krulla tær. „Rytjulegt hár og rassasviti er ekki kvenlegt. Grettur og geiflur eiga heima í fjósinu. Konur eiga ekki að vera með vöðva. Fuss og svei.“ Að brjóta niður félagsleg norm um hvað konur og menn eiga að gera og hvernig líkamar þeirra líta út. Lyftingar brjóta niður múra kvenna um hvað þær geta og geta ekki. Þær kremja hugmyndir um hindranir kvenlíkamans. Járnrífingar tæta niður einstrengislegar hugmyndir um útlit, getu og tjáningarform kvenlíkamans. Berum virðingu fyrir þeim sem hugsa um heilsuna, hreyfir sig og heiðrar líkama sinn með reglulegum æfingum. Líkaminn kemur í öllum formum og gerðum. Hann kemur í öllum stærðum og styrkleikum. Fögnum fjölbreytileikanum og berum virðingu fyrir öllum formum líkamans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla