fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Harðar nágrannaerjur á Akranesi – Vildi að hjónin myndu „endurgreiða leigu, annars myndi hann drepa þau“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 17:18

Vinslit Hauks og Bjarna má rekja til uppgjörsins á Akranesi - Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir húsbrot, eignaspjöll og hótanir. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um stórfellda líkamsárás. Úrskurður í málinu féll í Héraðsdómi Vesturlands nú á dögunum. Fram kemur í dómnum að hann hafi bankað upp á hjá fjölskyldu hjá á Akranesi, verið með hafnaboltakylfu meðferðis og hótað húsráðendum vegna deilumáls sem sneri að leigu á íbúð í eigu hjónanna.

Aðfaranótt föstudagsins 5. júní 2015 óskaði kona eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem hefði brotið rúðu í forstofuhurð hjá henni og ráðist á eiginmann hennar. Þegar lögreglan kom á vettvang reyndist rúða brotin í forstofuhurð íbúðar hjónanna á efri hæð hússins og þá var maðurinn með áverka á enni sem blæddi úr. Fullyrtu hjónin að um Maðurinn hefði verið að ræða og var hann handtekinn eftir að hjónin báru kennsl á hann á ljósmynd.

Fyrir dómnum lýstu hjónin atburðarásinni þannig að árásarmaðurinn hefði bankað upp á hjá þeim þetta kvöld. Þegar maðurinn opnaði hafi Maðurinn staðið fyrir utan með hafnaboltakylfu og ætlað að ryðjast inn. Í lögregluskýrslu kemur fram að hjónin hafi sagt að árásarmaðurinn hafi tjáð manninum að hann yrði að borga leigjandanum á neðri hæð hússins tryggingafé daginn eftir. Fyrir dómi sagði konan að árásarmaðurinn hefði öskrað á þau að „endurgreiða leigu, annars myndi hann drepa þau“ og hann myndi einnig gera það ef þau hringdu á lögregluna.

Maðurinn kvaðst hafa náð að ýta manninum út, nánast með því að ýta á kylfuna, og loka dyrunum. Sagði hann að manninn hefði þá slegið einu sinni í  hurðarrúðuna og brotið hana. Hefðu glerbrot vegna þessa þeyst inn í íbúðina og hefði hann sjálfur við það fengið glerbrot í andlitið. Fram kemur í vottorði læknis að maðurinn hafi hlotið grunnan skurð yfir miðju enni, lítinn skurð aftan við vinstra eyra og lítinn skurð á vinstra handarbaki.

Hjónin sögðu bæði að atburðurinn hefði haft miklar og slæmar afleiðingar á líf fjölskyldunnar en fram kemur í dómnum að börn þeirra hafi verið stödd í íbúðinni þegar brotin áttu sér stað.

Læti, öskur og brothljóð

Kvöldið sem brotin átti sér stað ræddi lögreglan við leigjanda neðri hæðarinnar sem reyndist áberandi ölvuð og var viðræðuhæf. Fram kemur að árásarmaðurinn hafi verið staddur í íbúðinni en ekki kannast við að hafa ráðist á neinn né brotið rúðu. Hins vegar fannst hafnaboltakylfa í íbúðinni sem á voru nýlegar rispur og ákomur. Leigjandi neðri hæðarinnar, kona, sagðist hafa átt í deilum við hjónin vegna leigu og ástands íbúðarinnar.

Karlmaður sem einnig var staddur í íbúðinni á neðri hæðinni þetta kvöld bar vitni fyrir dómi sagðist hafa heyr leigjandann tala um að hún ætlaði að „senda einhvern handrukkara upp.“ Síðan hefði hann heyrt einhver læti uppi, öskur og brothljóð, en ekki skipt sér neitt af því. Lögreglan hefði svo komið og tekið árásarmanninn í burtu.

Hann krafðist þess að vera sýknaður af öllum liðum ákærunnar en til vara krafðist hann þess að vera sýknaður af ákæru um  húsbrot og líkamsárás. Fyrir dómnum kvaðst hann ekki hafa neina vitneskju um hvað gerðist umrætt sinn á efri hæð hússins og sagðist hafa verið í íbúðinni á neðri hæðinni að drekka hvítvín ásamt leigjandanum og syni hennar þegar  lögreglan kom á staðinn. Þá sagðist hann ekki hafa neina skýringu á því hvers vegna fundist hefði glerbrot inni í íbúðinni á neðri hæðinni. Aðspurður um glerbrot sem fundust undir skó hans sagðist hann hafa verið að vinna við að gera húsið sitt upp og væntanlega gengið þar á glerbrot. Þá neitaði hann því eindregið að hafa handleikið hafnaboltakylfuna sem fannst við leit í íbúðinni á neðri hæðinni.

Fram kemur að hjónin hafi ekki lýst atburðarásinni á sama hátt. Maðurinn sagði árásarmaðurinn hafa haldið á kylfunni og otað henni á undan sér og stigið aðeins inn fyrir dyragættina, líklega með annan fótinn, Maðurinn sagðist hafa náð að ýta honum aftur út, nánast með því að ýta á kylfuna, og loka dyrunum. Eiginkona mannsins sagði hins vegar að kylfan hefði komið inn um dyraopið í áttina að manni hennar, eins og henni væri slegið í áttina að honum, en maður hennar hefði náð að ýta kylfunni upp og ýta manninum þannig út.

Árásarmaðurinn var því sýknaður af þeim lið ákærunnar sem sneri að stórfelldri líkamsárás en dómurinn tók einnig til greina að hann neitaði eindregið sök varðandi þann tiltekna ákærulið.

Hins vegar þótti sannað að hann hefði með þessu gerst sekur um tilraun til húsbrots og þá var talið sannað með framburði parsins að árásarmaðurinn hefði brotið rúðu í forstofuhurð íbúðar þeirra og jafnframt haft í frammi hótanir gegn þeim.

Árið 2017 var árásarmaðurinn dæmdur til sæta 60 daga fangelsi og til sviptingar ökuréttar ævilangt vegna umferðarlagabrota. Þau brot sem hann er sakfelldur fyrir nú voru framin fyrir uppkvaðningu dómsins og var refsing hans því ákveðin sem hegningarauki. Þá var einnig litið til þess að við refsiákvörðunina að hann beitti fyrir sig hafnaboltakylfu við húsbrotið.

Sannað þótti með vottorðum sálfræðinga að hann hefði valdið parinu miska og fjártjóni með brotum sínum og er honum gert að greiða hvoru þeirra um sig 200.000 krónur í bætur. Þá var hann dæmdur til að greiða manninum 5.900 krónur og konunni 7.280 krónur vegna útlagðs sjúkrakostnaðar. Hins vegar þótti sannað að börn þeirra hefðu orðið fyrir slíkum miska að þau ættu rétt á miskabótum úr hendi árásarmannsins og var þeirri kröfu því hafnað.   Þá er manninum gert að greiða parinu eina milljón króna í málskostnað vegna lögmanns- og sálfræðiaðstoðar.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum