fbpx
Fréttir

Falleg saga: Hétu hvort öðru því að giftast ef þau yrðu einstæð 50 ára  

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. júní 2018 18:00

„Þau kynntust í menntaskóla, voru saman um skamma hríð, hættu saman, gengu í hjónaband með öðrum og skildu. Þrátt fyrir allt þetta voru þau góðir vinir allan þennan tíma og þegar þau voru rétt skriðin yfir þrítugt lofuðu þau að giftast hvort öðru ef þau yrðu fimmtug og einstæð.“

Svona hefst umfjöllun á vef Newser um Kimberley Dean og Ron Palmer, nýgift hjón frá Minnesota í Bandaríkjunum, sem, eftir 40 ára vináttu, gengu í hjónaband á dögunum.

Þetta væri varla í frásögur færandi nema fyrir þetta loforð sem þau gáfu fyrir hartnær 20 árum og stóðu við það.

Palmer, sem er 54 ára, var kvæntur í sjö ár en eignaðist ekki börn en Dean eignaðist son og dóttur en skildi árið 1998, fyrir 20 árum.

Dean og Palmer voru áfram góðir vinir þó þau hefðu hætt saman á sínum tíma og héldu góðu sambandi. Þau hringdust reglulega á, skrifuðu bréf og ræddu um lífið og tilveruna. Eftir að þau skildu við maka sína héldu þau áfram að vera í góðu sambandi sem þó var aðeins á vinalegu nótunum.

„Hann hringdi ef hann var í einhverjum stelpuvandræðum og ég hringdi ef það þurfti að fjarlægja dauðan hamstur úr hamstrabúri sonar míns,“ segir Dean og nefnir dæmi um það hvernig sambandinu var háttað.

Síðan, þegar þau voru rétt rúmlega þrítug, grínuðust þau með það að kannski ættu þau bara að giftast ef þau yrðu enn einstæð mikið lengur. Úr varð samkomulag; ef þau yrðu enn bæði einstæð þegar Dean yrði fimmtug myndu þau ganga í hjónaband.

Nokkuð langur tími leið þar til Dean og Palmer fóru að vera saman. Það gerðist þó fyrir rest og árið 2016 byrjuðu þau að stinga saman nefjum, ef svo má segja. Það var svo á gamlárskvöld sem Palmer bað Dean að kvænast sér og hún sagði já. Það var svo á dögunum að þau gengu í hjónaband og er óhætt að segja að ástin blómstri á milli hjónanna.

„Við höfum kannski alltaf vitað þetta, að okkur hafi verið ætlað að vera saman,“ segir Dean í samtali við WCCO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Með slatta af kannabisefnum í bílnum

Með slatta af kannabisefnum í bílnum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðlaugur segir njósnað um sig: „Þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér“

Guðlaugur segir njósnað um sig: „Þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér“
Fréttir
Í gær

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“
Fréttir
Í gær

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“