fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Fréttir

Ísland er dýrasti áfangastaður ferðamanna í heiminum

Auður Ösp
Sunnudaginn 24. júní 2018 13:00

Frá Bláa lóninu.

Ísland er orðið dýrasti áfangastaður ferðamanna í heiminum samkvæmt grein sem birtist á ástralska ferðavefnum Traveller. Greinarhöfundur fullyrðir að ferðamannabólan sem sprungin á Íslandi en landsmenn bindi nú vonir við að þáttaka Íslands á HM muni blása lífi í túrismann á ný.

Nýsjálenski vefurinn Newshub fjallar einnig um málið og vitnar í niðurstöður nýlegrar könnunnar á vegum ástralska ferðaþjónustufyrirtækisins Intrepid sem sýna að hvergi í heiminum er bjór dýrari en á Íslandi. Meðalverð á bjór hér á landi er 14,50 bandaríkadalir. Einnig kemur fram að samkvæmt könnun vefsíðunnar Hoppa komast Danmörk, Noregur og Svíþjóð einnig inn á topp 5 listann yfir dýrustu ferðamannastaðina í Evrópu.

Traveller ræðir við Skapta Örn Ólafsson  upplýsingafulltrúa Samtaka ferðaþjónustunnar sem segir Ísland „koma fram á stóra sviðinu í sumar.“ Vissulega sé markmiðið að nýta athyglina á jákvæðan hátt. Þannig hafa samtökin meðal annars fengið forsetahjónin íslensku til liðs við sig til að auglýsa þáttöku Íslands á heimsmeistaramótinu og hvetja fólk til að styðja við „Strákana okkar.“

Þá kemur fram að undanfarin ár hafi ferðamannageirinn átt stærsta þáttinn í því að rétta af efnahag Íslands eftir Hrunið. En nú séu blikur á lofti: eftirspurnin eftir flugferðum hingað til lands er farin að minnka hjá flugfélögunum og þá hefur styrking íslensku krónunnar um rúmlega 40 prósent „gert Ísland að dýrasta ferðamannastað í heimi.“ Afleiðingarnar séu þær að erlendir ferðamenn horfa síður hingað til lands og segir greinarhöfundur að Landsbankinn hafu lýst því yfir að „ferðamannabólan sé sprungin.“

„Ferðamönnum hefur fækkað, og það sem verra er: ferðaþjónustufyrirtækin eru farin að finna fyrir samdrætti,“ segir Skapti Örn.

Einnig er rætt við Þóri Garðarsson, stjórnarformann Gray Line en hann segir að umræðan um hækkun ferðamannaskatts sé ástæða þess að erlendar ferðaskrifstofur séu nú farnar að sniðganga Íslandsferðir.

Ekki eru þó allir uggandi yfir ástandinu.

„Ég er búinn að vera í þessum geira í 40 ár og ég er mjög bjartsýnn og sé engin merki um hrun,“ segir Þráinn Lárusson, eigandi Hótel Hallormsstaða. „Bransinn er einfaldlega í endurmótun um þessar mundir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“
Fréttir
Í gær

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“
Fréttir
Í gær

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum