Fréttir

Dæmdur til dauða í Bandaríkjunum fyrir að vera samkynhneigður

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 21:30

Samsett mynd/Getty

Bandarískur karlmaður fær ekki að sleppa við dauðarefsingu þrátt fyrir að hann hafi aðeins verið dæmdur til dauða fyrir að vera samkynhneigður. Charles Rhines var dæmdur til dauða fyrir að hafa stungið starfsmann kleinuhringjasjoppu til bana árið 1992. Hann var dæmdur ári síðar í Suður-Dakoda ríki. Það liggur fyrir að ástæðan af hverju hann var dæmdur til dauða en ekki í lífstíðarfangelsi var vegna þess að kviðdómurinn taldi að hann „myndi bara hafa gaman af því“ að vera í fangelsi vegna þess að Rhines er samkynhneigður.

Hæstiréttur Bandaríkjanna tók málið fyrir nýverið og úrskurðaði að dómnum yrði ekki breytt, hann verði tekinn af lífi.

Fram kemur í gögnum málsins að eina ástæðan af hverju kviðdómurinn dæmdi hann til dauða var vegna þess að hann er samkynhneigður. „Þegar kom að því að ákvarða refsingu í málinu spurðu kviðdómendur hvort Rhines fengi að blanda geði við aðra fanga, hvort hann fengi að halda úti hóp fylgjenda eða aðdáenda, hvort hann mætti monta sig af glæpnum við unga fanga, hvort hann fengi að hafa herbergisfélaga og hvort hann mætti gifta sig,“ spurði kviðdómurinn í málinu.

Einn kviðdómandi lét hafa eftir sér að hann „vissi að Rhines væri hommi og ætti ekki að fá að eyða ævi sinni með karlmönnum í fangelsinu.“ Annar kviðdómandi sagði: „Fyrst hann er hommi þá værum við að senda hann á staðinn sem hann vill vera á ef við dæmum hann ekki til dauða.“

Kviðdómandi útskýrði stemninguna í kviðdómnum: „Það var mikið rætt um samkynhneigð. Margir voru fullir viðbjóði. Þetta er sveitasamfélag.“

Hæstiréttur gaf ekki ástæðu fyrir því að dómnum yrði ekki breytt að öðru leyti en að dómurinn hafi uppfyllt lög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Martin er Vottur Jehóva: „Sumir vilja ekki tala við okkur og það er í fínu lagi“

Martin er Vottur Jehóva: „Sumir vilja ekki tala við okkur og það er í fínu lagi“
Fréttir
Í gær

Þetta á enginn að þurfa að upplifa: Tryggvi og Elísabet fá ekki að vera saman – Börnin brotin og barnabörnin gráta afa sinn

Þetta á enginn að þurfa að upplifa: Tryggvi og Elísabet fá ekki að vera saman – Börnin brotin og barnabörnin gráta afa sinn
Fréttir
Í gær

Munu írsku landamærin sprengja Brexit?

Munu írsku landamærin sprengja Brexit?
Fréttir
Í gær

Nýr varnargarður við Vík í Mýrdal gæti stöðvað Kötluhlaup

Nýr varnargarður við Vík í Mýrdal gæti stöðvað Kötluhlaup
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk Sjúkratrygginga undrandi

Starfsfólk Sjúkratrygginga undrandi