fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 16:30

Samsett mynd/BirminghamMail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Alan Sugar, einn ríkasti maður Bretlands og stjórnandi bresku Apprentice-þáttannam líkir landsliði Senegal við sölumenn á sólarströnd. Segir hann á Twitter:

„Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella. Mjög úrræðagóðir náungar,“ og birti þessa mynd:

Skjáskot af Twitter.

Margir af hans 5,4 milljónum fylgjenda á Twitter gagnrýndu hann harðlega og kölluðu Sugar, sem var eitt sinn eigandi knattspyrnuliðsins Tottenham, rasista og sögðu að hann þyrfti að biðjast afsökunar.

Sugar sagði á móti: „Ég sé ekki hverju ég á að vera biðjast afsökunar á. Þetta er fjandans brandari.“

Hann fjarlægði tístið svo að lokum og sagði:

„Ég er búinn að fara yfir viðbrögðin sem ég fékk vegna fyndna tístsins um gaurana á ströndinni á Marbella. Svo virðist sem einhverjir hafi túlkað það á rangan hátt sem móðgandi. Í allri hreinskilni skil ég ekki af hverju, mér finnst þetta fyndið. En ég tek þetta út fyrst þið endilega viljið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum